Bílar

Tesla hjarðuppfærsla náðist á myndband

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model 3.
Tesla Model 3. Vísir/Getty

Tesla bílar eru þeim eiginleika gæddir að hægt er að uppfæra hugbúnað þeirra í gegnum internet tengingu bílanna. Á meðan þetta gerist blikka stefnuljós bílanna. Myndband náðist af Tesla bifreiðum sem allar fara í uppfærslu í einu.

Myndbandið er tekið yfir bílastæði þar sem bílum er safnað fyrir flutning. Tesla fékk tækifæri til að uppfæra bílana áður en þeir komust í hendur kaupenda.

Tesla getur uppfært raunar næstum allt, þar á meðal stýrikerfi bílanna, stjórnkerfi rafhlaðanna. Slíkt er til bóta, í stað þess að ökumenn þurfi að koma við í umboðinu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.