Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins Eiður Þór Árnason skrifar 29. janúar 2021 10:18 Árangur Póstsins í Íslensku ánægjuvoginni batnar milli ára og fer úr 46,7 stigum í 56,6. Vísir/Vilhelm Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti. Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 voru kynntar í dag og tóku alls 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum þátt að þessu sinni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila, segir í tilkynningu frá Ánægjuvoginni. Nova, Krónan og IKEA hrepptu hnossið Viðurkenning var veitt þeim fyrirtækjum sem voru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í sínum flokki. Á eldsneytismarkaði var það eldsneytissala Costco með 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova á farsímamarkaði með 78,5 stig, Krónan á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO á byggingavörumarkaði með 68,2 stig, Sjóvá á tryggingamarkaði sem fékk 72,6 stig og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig. Athygli vekur að vöruhús Costco var ekki í eins miklum metum og eldsneytissala fyrirtækisins en Costco vermir þriðja neðsta sætið í flokki smásöluverslana með 65,8 stig. Mjótt á munum Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig af 100 mögulegum, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðvum. Ekki var hægt að segja með 95% vissu að viðskiptavinir þessara fyrirtækja væru að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Einkunnir allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni 2020 Biðja fólk um að ímynda sér hið fullkomna fyrirtæki Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar, af því er fram kemur í tilkynningu. Ánægjuvogin samanstendur af þremur eftirfarandi spurningum: 1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? 2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? 3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Uppfært kl. 13.50. Áður sagði að efstu fyrirtæki þar sem ekki væri marktækur munur fengju ekki að nota merki ánægjuvogarinnar. Hið rétta er að þetta á við um gullmerki ánægjuvogarinnar en öll fyrirtæki geta notað blátt merki hennar. Neytendur Pósturinn Costco Verslun Bensín og olía Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 voru kynntar í dag og tóku alls 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum þátt að þessu sinni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila, segir í tilkynningu frá Ánægjuvoginni. Nova, Krónan og IKEA hrepptu hnossið Viðurkenning var veitt þeim fyrirtækjum sem voru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í sínum flokki. Á eldsneytismarkaði var það eldsneytissala Costco með 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova á farsímamarkaði með 78,5 stig, Krónan á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO á byggingavörumarkaði með 68,2 stig, Sjóvá á tryggingamarkaði sem fékk 72,6 stig og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig. Athygli vekur að vöruhús Costco var ekki í eins miklum metum og eldsneytissala fyrirtækisins en Costco vermir þriðja neðsta sætið í flokki smásöluverslana með 65,8 stig. Mjótt á munum Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig af 100 mögulegum, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðvum. Ekki var hægt að segja með 95% vissu að viðskiptavinir þessara fyrirtækja væru að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Einkunnir allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni 2020 Biðja fólk um að ímynda sér hið fullkomna fyrirtæki Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar, af því er fram kemur í tilkynningu. Ánægjuvogin samanstendur af þremur eftirfarandi spurningum: 1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? 2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? 3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Uppfært kl. 13.50. Áður sagði að efstu fyrirtæki þar sem ekki væri marktækur munur fengju ekki að nota merki ánægjuvogarinnar. Hið rétta er að þetta á við um gullmerki ánægjuvogarinnar en öll fyrirtæki geta notað blátt merki hennar.
Neytendur Pósturinn Costco Verslun Bensín og olía Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28 Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28