Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. janúar 2021 07:01 Rakel Eva Sævarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. Í þessari viku hefur Atvinnulífið á Vísi fjallað um stöðu íslensks atvinnulífs með tilliti til sjálfbærni. Könnunin var framkvæmd af Deloitte í nóvember síðastliðnum. Þátttakendur voru í 98% tilvika stjórnendur sem sitja í framkvæmdastjórn en dreifðist nokkuð jafnt yfir helstu atvinnugreinar landsins. Helmingur þátttakenda voru stjórnendur í fyrirtækjum með 100 eða fleiri starfsmenn. Að sögn Rakelar var markmið könnunarinnar að meta stöðu íslenskra fyrirtækja í aðgerðum til að sporna við loftlagsbreytingum en eins að auka skilning á viðbrögðum stjórnenda í loftlagsmálum. Ný viðskiptatækifæri í augsýn Þátttaka í könnun dreifðist nokkuð jafnt yfir helstu atvinnugreinar landsins og segir Rakel að engin ein atvinnugrein virðist skara fram úr né vera að draga lappirnar í aðgerðum í loftlagsmálum. Þá segir Rakel ánægjulegt að sjá að hátt í 100% þátttakenda telur sig skilja með hvaða hætti fyrirtæki þeirra hefur áhrif á loftlagsmál. En stjórnendur eru líka að sjá ný tækifæri. „Ríflega 2/3 þátttakenda telja að aðgerðir í loftslagsmálum stuðli að nýjum viðskiptatækifærum. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og gefa vísbendingar um að stjórnendur eru jákvæðir gagnvart því að bregðast við loftslagsmálum með aðgerðum,“ segir Rakel. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöður að aðeins þriðjungur stjórnenda svöruðu að sjálfbærni væri hluti af viðskiptamódeli fyrirtækja. Þegar við tölum um sjálfbært viðskiptalíkan er átt við að fjárhagsleg markmið fyrirtækja samræmast umhverfis- og samfélagslegum gildum þess. Virði fyrirtækisins og allra haghafa er því hámarkað með sameiginlegt virði að leiðarljósi.“ Þá virðast mörg fyrirtæki hafa sett sér markmið án þess að árangur sé mælanlegur. „Við spurðum stjórnendur hvort fyrirtækin hafi sett markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hvort þau væru mælanleg. Í ljós kom að 2/3 fyrirtækja hafa sett markmið sem endurspeglast í að ná kolefnishlutleysi, draga úr losun um ákveðið hlutfall og/eða hafa sett sér markmið sem styðja við markmið Parísarsáttmálans um að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5°C. Aftur á móti voru aðeins helmingur stjórnenda sem sögðust setja mælanleg markmið sem þýðir að einhver af fyrirtækjunum sem hafa sett sér markmið um að draga úr losun hafa ekki sett mælanleg markmið. Og eru það frekar áhugaverðar niðurstöður,“ segir Rakel. Rakel telur mikilvægt að fleiri fyrirtæki fari að setja sér markmið sem eru mælanleg og að sjálfbærni verði hluti af viðskiptalíkani fyrirtækja.Vísir/Vilhelm Næst á dagskrá er… Rakel segir líklegt að áhersla fyrirtækja á aðgerðir muni aukast á næstu árum. Til dæmis sýndu niðurstöður að í dag telja 59% stjórnenda að aðgerðir í loftlagsmálum séu mikilvæg fyrir fyrirtækin í dag en þetta hlutfall hækkaði í 88% þegar spurt er um hversu mikilvægar aðgerðir verða eftir þrjú ár. „Að mínu mati er mikilvægast að fyrirtækin setji sér stefnu í umhverfismálum sem studd eru með markmiðum sem eru mælanleg. Það hljóta flestir stjórnendur að vera sammála því að ef ná á ákveðnum árangri í rekstri er mikilvægt að setja mælanleg markmið til að fylgjast með þróuninni og meta hvort árangur hafi náðst. Það sama ætti því að gilda fyrir loftslagsmál. Tengt þessu er mikilvægt að fyrirtæki birti upplýsingar um aðgerðir sínar í loftslagsmálum auk annarra sjálfbærniþátta á aðgengilegan og skýran hátt,“ segir Rakel. Rakel segir ánægjulegt að 77% yfirstjórna, þ.e. framkvæmdastjórna og stjórna fyrirtækja, segjast vera með loftlagsmálin ofarlega á dagskrá. Að hennar mati þyrfti þetta hlutfall þó að vera hærri þannig að ákvarðanatökur um aðgerðir séu líklegri. Þá segir hún að þótt 2/3 fyrirtækja hafi sett sér markmið um aðgerðir þurfi þau að vera mælanleg en ekki síður hluti af viðskiptamódeli fyrirtækjanna. „Mikilvægt er að nefna að græna vegferðin er vegferð eins og merking orðsins ber með sér og góðir hlutir eiga það til að gerast hægt, en tíminn vinnur ekki með okkur. Það er því mikilvægt að fyrirtæki hefji vegferðina í dag ef hún er ekki nú þegar hafin,“ segir Rakel. Þá segir hún það hafa verið athyglisvert að þegar stjórnendur voru spurðir um það hvort þeir væru sammála eða ósammála því að Covid-19 hefði stuðlað að aukinni áherslu á aðgerðir í loftlagsmálum kom í ljós að ríflega 2/3 stjórnenda höfðu ekki skoðun á því eða voru ósammála. „Sú niðurstaða er áhugaverð þar sem sú umræða hefur verið töluvert áberandi á alþjóðavísu að Covid-19 hafi einmitt stuðlað að aukinni vitundarvakningu meðal stjórnenda fyrirtækja, stjórnvalda og almennings,“ segir Rakel. Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Janúarráðstefna Festu Janúarráðstefna Festu fer fram þann 28. janúar 2021 frá kl 9.00 og stendur til kl 12.00. 28. janúar 2021 08:30 Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í þessari viku hefur Atvinnulífið á Vísi fjallað um stöðu íslensks atvinnulífs með tilliti til sjálfbærni. Könnunin var framkvæmd af Deloitte í nóvember síðastliðnum. Þátttakendur voru í 98% tilvika stjórnendur sem sitja í framkvæmdastjórn en dreifðist nokkuð jafnt yfir helstu atvinnugreinar landsins. Helmingur þátttakenda voru stjórnendur í fyrirtækjum með 100 eða fleiri starfsmenn. Að sögn Rakelar var markmið könnunarinnar að meta stöðu íslenskra fyrirtækja í aðgerðum til að sporna við loftlagsbreytingum en eins að auka skilning á viðbrögðum stjórnenda í loftlagsmálum. Ný viðskiptatækifæri í augsýn Þátttaka í könnun dreifðist nokkuð jafnt yfir helstu atvinnugreinar landsins og segir Rakel að engin ein atvinnugrein virðist skara fram úr né vera að draga lappirnar í aðgerðum í loftlagsmálum. Þá segir Rakel ánægjulegt að sjá að hátt í 100% þátttakenda telur sig skilja með hvaða hætti fyrirtæki þeirra hefur áhrif á loftlagsmál. En stjórnendur eru líka að sjá ný tækifæri. „Ríflega 2/3 þátttakenda telja að aðgerðir í loftslagsmálum stuðli að nýjum viðskiptatækifærum. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og gefa vísbendingar um að stjórnendur eru jákvæðir gagnvart því að bregðast við loftslagsmálum með aðgerðum,“ segir Rakel. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöður að aðeins þriðjungur stjórnenda svöruðu að sjálfbærni væri hluti af viðskiptamódeli fyrirtækja. Þegar við tölum um sjálfbært viðskiptalíkan er átt við að fjárhagsleg markmið fyrirtækja samræmast umhverfis- og samfélagslegum gildum þess. Virði fyrirtækisins og allra haghafa er því hámarkað með sameiginlegt virði að leiðarljósi.“ Þá virðast mörg fyrirtæki hafa sett sér markmið án þess að árangur sé mælanlegur. „Við spurðum stjórnendur hvort fyrirtækin hafi sett markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hvort þau væru mælanleg. Í ljós kom að 2/3 fyrirtækja hafa sett markmið sem endurspeglast í að ná kolefnishlutleysi, draga úr losun um ákveðið hlutfall og/eða hafa sett sér markmið sem styðja við markmið Parísarsáttmálans um að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5°C. Aftur á móti voru aðeins helmingur stjórnenda sem sögðust setja mælanleg markmið sem þýðir að einhver af fyrirtækjunum sem hafa sett sér markmið um að draga úr losun hafa ekki sett mælanleg markmið. Og eru það frekar áhugaverðar niðurstöður,“ segir Rakel. Rakel telur mikilvægt að fleiri fyrirtæki fari að setja sér markmið sem eru mælanleg og að sjálfbærni verði hluti af viðskiptalíkani fyrirtækja.Vísir/Vilhelm Næst á dagskrá er… Rakel segir líklegt að áhersla fyrirtækja á aðgerðir muni aukast á næstu árum. Til dæmis sýndu niðurstöður að í dag telja 59% stjórnenda að aðgerðir í loftlagsmálum séu mikilvæg fyrir fyrirtækin í dag en þetta hlutfall hækkaði í 88% þegar spurt er um hversu mikilvægar aðgerðir verða eftir þrjú ár. „Að mínu mati er mikilvægast að fyrirtækin setji sér stefnu í umhverfismálum sem studd eru með markmiðum sem eru mælanleg. Það hljóta flestir stjórnendur að vera sammála því að ef ná á ákveðnum árangri í rekstri er mikilvægt að setja mælanleg markmið til að fylgjast með þróuninni og meta hvort árangur hafi náðst. Það sama ætti því að gilda fyrir loftslagsmál. Tengt þessu er mikilvægt að fyrirtæki birti upplýsingar um aðgerðir sínar í loftslagsmálum auk annarra sjálfbærniþátta á aðgengilegan og skýran hátt,“ segir Rakel. Rakel segir ánægjulegt að 77% yfirstjórna, þ.e. framkvæmdastjórna og stjórna fyrirtækja, segjast vera með loftlagsmálin ofarlega á dagskrá. Að hennar mati þyrfti þetta hlutfall þó að vera hærri þannig að ákvarðanatökur um aðgerðir séu líklegri. Þá segir hún að þótt 2/3 fyrirtækja hafi sett sér markmið um aðgerðir þurfi þau að vera mælanleg en ekki síður hluti af viðskiptamódeli fyrirtækjanna. „Mikilvægt er að nefna að græna vegferðin er vegferð eins og merking orðsins ber með sér og góðir hlutir eiga það til að gerast hægt, en tíminn vinnur ekki með okkur. Það er því mikilvægt að fyrirtæki hefji vegferðina í dag ef hún er ekki nú þegar hafin,“ segir Rakel. Þá segir hún það hafa verið athyglisvert að þegar stjórnendur voru spurðir um það hvort þeir væru sammála eða ósammála því að Covid-19 hefði stuðlað að aukinni áherslu á aðgerðir í loftlagsmálum kom í ljós að ríflega 2/3 stjórnenda höfðu ekki skoðun á því eða voru ósammála. „Sú niðurstaða er áhugaverð þar sem sú umræða hefur verið töluvert áberandi á alþjóðavísu að Covid-19 hafi einmitt stuðlað að aukinni vitundarvakningu meðal stjórnenda fyrirtækja, stjórnvalda og almennings,“ segir Rakel.
Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Janúarráðstefna Festu Janúarráðstefna Festu fer fram þann 28. janúar 2021 frá kl 9.00 og stendur til kl 12.00. 28. janúar 2021 08:30 Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Bein útsending: Janúarráðstefna Festu Janúarráðstefna Festu fer fram þann 28. janúar 2021 frá kl 9.00 og stendur til kl 12.00. 28. janúar 2021 08:30
Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31