Viðskipti innlent

Bein út­sending: Út­boðs­þing Sam­taka iðnaðarins

Atli Ísleifsson skrifar
Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu.
Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. SI

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI.

Fundarstjóri er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, en þingið er haldið er í samstarfi við Mannvirki – félag verktaka og Félag vinnuvélaeigenda.

Dagskrá Útboðsþings:

 • Setning – Árni Sigurjónsson,formaður Samtaka iðnaðarins
 • Reykjavíkurborg – Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
 • Framkvæmdasýsla ríkisins - Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri
 • Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri
 • Orka náttúrunnar - Hildigunnur Jónsdóttir, forstöðuman verkefnastofu
 • Landsvirkjun - Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs
 • Faxaflóahafnir - Inga Rut Hjaltadóttir, forstöðumaður tæknideildar
 • Vegagerðin - Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar
 • Landsnet - Unnur Helga Kristjánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda
 • NLSH - Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri
 • Veitur - Katrín Karlsdóttir, teymisstjóri verkefnastjóra
 • Isavia - Jón Kolbeinn Guðjónsson, deildarstjóri verkfræðideildar

Hægt er að fylgjast með þinginu í spilaranum að neðan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.