Handbolti

„Fannst vera lag að vinna þá og lækka að­eins hrokann í þeim“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már svífur inn úr horninu í dag.
Bjarki Már svífur inn úr horninu í dag. Epa/Petr David Josek

Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld, var ansi svekktur með tapið gegn Frökkum á HM í Egyptalandi.

„Þetta er hrikalega svekkjandi. Mér fannst við vera með þá varnarlega og fannst vera lag að vinna þá núna,“ sagði Bjarki sem raðaði inn mörkum í dag. Bjarki ræddi við RÚV í leikslok.

„Við fengum dauðafæri í restina sem við klúðruðum og að sama skapi náðum við ekki að stöðva þá hinu megin. Þetta var samt góð frammistaða frá liðinu fannst mér.“

„Mér fannst gott að sjá að við fengum mörg hraðaupphlaup og ég persónulega hef saknað þeirra. Það var gott að fá þau inn en þetta er hrikalega svekkjandi.“

Bjarki var ansi svekktur í viðtalinu og vildi lækka rostann í franska liðinu, sem honum finnst pirrandi að horfa á.

„Mér fannst vera lag að vinna þá. Lækka aðeins hrokann í þeim. Mér finnst þetta leiðinlegir gæjar bara að horfa á þá. Þetta var svekkjandi.“

„Ég sá það ekki nægilega vel atvikið með Gísla en ég var að reyna að komast í kontakt við markmanninn. Ég þekki ekki reglurnar en svekkjandi að ná ekki boltanum og skora í tómt markið,“ sagði Bjarki að lokum við RÚV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×