Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2021 21:10 Eldsmiðjan á Bragagötu var alls starfrækt í 34 ár. Já.is Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. Útibúið á Bragagötu 38A opnaði árið 1986 og var fyrsti staðurinn til að selja pítsur undir merkjum Eldsmiðjunnar. Í kjölfarið opnaði Eldsmiðjan staði á Laugavegi, í Kópavogi og við Suðurlandsbraut. Eldsmiðjan er í eigu veitingahúsakeðjunnar Gleðipinna. Greint var frá því á vef Fréttablaðsins í sumar að Eldsmiðjan á Laugavegi hafi hætt rekstri og staðnum á Bragagötu verið lokað tímabundið. Fyrr á árinu lokaði Eldsmiðjan á Dalvegi í Kópavogi dyrum sínum. AFHVERJU ER ÖLLUM BARA SAMA UM AÐ ELDSMIÐJAN Á BRAGAGÖTU HAFI BARA SILENTLY LOKAÐ FYRIR FULLT OG ALLT? 35 ÁR Á SAMA STAÐ OG SVO LOKAR FOODCO ÞESSU BARA EINS OG EKKERT SÉ.— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 19, 2021 Haft var eftir Jóhanni Erni Þórarinssyni, eins eiganda Gleðipinna í frétt Fréttablaðsins að ástæðan fyrir lokun staðanna í miðbæ Reykjavíkur mætti rekja til áhrifa heimsfaraldursins. Báðir hafi að miklu leyti þrifist á ferðaþjónustunni og vonuðust eigendur til að geta opnað aftur á Bragagötunni þegar erlendir ferðamenn létu sjá sig á ný. Ekki náðist í Jóhann eða Jóhannes Ásbjörnsson, annars eigenda Gleðipinna, við vinnslu þessarar fréttar en veitingahúsnæðið sem hýsti Eldsmiðjuna á Bragagötu var sett á sölu í nóvember auk eldofns og allra innanstokksmuna. Er eitthvað komið í staðinn fyrir Eldsmiðjuna á Bragagötu?Er rýmið til leigu? SVARIÐ MÉR.— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 20, 2021 Ætti það því að vera tiltölulega auðvelt fyrir áhugasama að taka upp þráðinn og hefja á ný flatbökugerð á þessum rómaða stað í miðbæ Reykjavíkur. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ætla að kveða niður Foodco grýluna Gleðipinnar eru meðvitaðir um það slæma orðspor sem ný félaginn tekur með sér í samstarfið. 7. febrúar 2020 08:00 FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Útibúið á Bragagötu 38A opnaði árið 1986 og var fyrsti staðurinn til að selja pítsur undir merkjum Eldsmiðjunnar. Í kjölfarið opnaði Eldsmiðjan staði á Laugavegi, í Kópavogi og við Suðurlandsbraut. Eldsmiðjan er í eigu veitingahúsakeðjunnar Gleðipinna. Greint var frá því á vef Fréttablaðsins í sumar að Eldsmiðjan á Laugavegi hafi hætt rekstri og staðnum á Bragagötu verið lokað tímabundið. Fyrr á árinu lokaði Eldsmiðjan á Dalvegi í Kópavogi dyrum sínum. AFHVERJU ER ÖLLUM BARA SAMA UM AÐ ELDSMIÐJAN Á BRAGAGÖTU HAFI BARA SILENTLY LOKAÐ FYRIR FULLT OG ALLT? 35 ÁR Á SAMA STAÐ OG SVO LOKAR FOODCO ÞESSU BARA EINS OG EKKERT SÉ.— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 19, 2021 Haft var eftir Jóhanni Erni Þórarinssyni, eins eiganda Gleðipinna í frétt Fréttablaðsins að ástæðan fyrir lokun staðanna í miðbæ Reykjavíkur mætti rekja til áhrifa heimsfaraldursins. Báðir hafi að miklu leyti þrifist á ferðaþjónustunni og vonuðust eigendur til að geta opnað aftur á Bragagötunni þegar erlendir ferðamenn létu sjá sig á ný. Ekki náðist í Jóhann eða Jóhannes Ásbjörnsson, annars eigenda Gleðipinna, við vinnslu þessarar fréttar en veitingahúsnæðið sem hýsti Eldsmiðjuna á Bragagötu var sett á sölu í nóvember auk eldofns og allra innanstokksmuna. Er eitthvað komið í staðinn fyrir Eldsmiðjuna á Bragagötu?Er rýmið til leigu? SVARIÐ MÉR.— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 20, 2021 Ætti það því að vera tiltölulega auðvelt fyrir áhugasama að taka upp þráðinn og hefja á ný flatbökugerð á þessum rómaða stað í miðbæ Reykjavíkur.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ætla að kveða niður Foodco grýluna Gleðipinnar eru meðvitaðir um það slæma orðspor sem ný félaginn tekur með sér í samstarfið. 7. febrúar 2020 08:00 FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ætla að kveða niður Foodco grýluna Gleðipinnar eru meðvitaðir um það slæma orðspor sem ný félaginn tekur með sér í samstarfið. 7. febrúar 2020 08:00
FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47