Viðskipti innlent

Viðar til Össurar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðar er kominn til Össurar frá Marel.
Viðar er kominn til Össurar frá Marel.

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn til að stýra upplýsingatæknisviði og alþjóðlegri verkefnastofu Össurar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðar starfaði hjá Marel um árabil og hefur víðtæka stjórnunarreynslu á sviði vöruþróunar, nýsköpunar og vörustjórnunar. Viðar sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins frá árinu 2014, sem EVP Innovation & Engineering, og leiddi uppbyggingu nýstofnaðs sviðs alþjóðlegrar nýsköpunar og vöruþróunar. Auk þess var Viðar leiðandi í innleiðingu á tækni og stafrænum lausnum innan Marel.

Viðar er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og með mastersgráðu í Rafmagnsverkfræði frá DTU í Danmörku.

„Ég er mjög spenntur fyrir þeirri metnaðarfullu stafrænu vegferð sem Össur er á og er sannfærður um að hún mun auka skilvirkni og styðja við vöxt fyrirtækisins á næstu árum. Með aukinni tækni erum við sífellt að færast nær viðskiptavinunum og notendum á vörunum okkar. Framundan eru því mörg spennandi verkefni ásamt samþættingu nýrra og núverandi kerfa,“ segir Viðar í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.