Handbolti

Naumt tap hjá Degi eftir háspennuleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur Sigurðsson er að gera góða hluti með Japan.
Dagur Sigurðsson er að gera góða hluti með Japan. TF-Images/Getty

Eftir flott jafntefli gegn Króatíu í fyrstu umferðinni í riðlakeppninni á HM í Egyptalandi, töpuðu lærisveinar Dags Sigurðssonar í Japan gegn Katar í dag, 31-29.

Japanarnir spiluðu stórskemmtilega í fyrri hálfleik og héldu uppteknum hætti frá því í fyrsta leiknum. Sóknarleikurinn frábær og voru þeir 15-14 yfir í leikhlé.

Katar mætti hins vegar af miklum krafti út í síðari hálfleikinn og var fljótlega komið með sex marka forystu. Lærisveinar Dags voru þó ekki hættir og átta mínútum fyrir leikslok var allt jafnt, 26-26.

Á lokasprettinum voru Katarmenn sterkari. Japan klúðraði vítakasti er rúm mínúta var eftir og þeir gátu jafnað en lokatölur 31-29.

Frankis Marzo var magnaður í liði Katar. Hann gerði ellefu mörk. Remi Anri Doi var markahæstur hjá Japan með sjö mörk.

Katar unnu Angóla í fyrsta leiknum og eru því með fjögur stig en Japan er með eitt stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.