Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2021 17:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að ákvörðunin geti verið fordæmisgefandi. Vísir Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu. Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu.
Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira