Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 11:00 Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson stóðu vaktina í íslenska markinu gegn Portúgal í gær. vísir/andri marinó Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. Ágúst Elí kom inn á fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson í seinni hálfleik. Hafnfirðingurinn fór rólega af stað og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en eftir að hafa fengið sýnikennslu í markvörslu frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni. Eftir að Miguel Martins kom Portúgal í 19-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gekk Guðmundur til Ágústs Elís og sýndi honum hvernig hann ætti að bera sig að í markinu með miklum tilþrifum. . @logigeirsson og @Minnaermeira höfðu gaman að því hvernig Gummi sýndi Ágústi hvernig ætti að verja. @RanieNro sat með strákunum í myndverinu í gær eftir leik. pic.twitter.com/KuTIIfMt4b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 7, 2021 Þessi sýnikennsla Guðmundar hafði góð áhrif á Ágúst Elí sem hrökk í gang svo um munaði og varði sjö skot það sem eftir lifði leiks. Hafnfirðingurinn var með 44 prósent hlutfallsmarkvörslu og framlag hans var nálægt því að skila íslenska liðinu stigi. „Já, ég vildi sýna honum hvernig ætti að taka boltann,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi í dag. „Ég var aðeins að byrsta mig við hann, það hafði góð áhrif á hann. Ég vildi meira „agressívitet“ og það gekk bara vel,“ bætti hann við. Portúgal vann á endanum tveggja marka sigur, 26-24, og hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Ísland og Portúgal mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi á fimmtudaginn eftir viku. Ágúst Elí er einn þriggja markvarða í íslenska HM-hópnum ásamt Viktori Gísla og Björgvini Páli Gústavssyni sem fór ekki með til Portúgals. Ágúst Elí lék með Íslandi á EM 2018 og HM 2019 en fór ekki á EM í fyrra. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira
Ágúst Elí kom inn á fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson í seinni hálfleik. Hafnfirðingurinn fór rólega af stað og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en eftir að hafa fengið sýnikennslu í markvörslu frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni. Eftir að Miguel Martins kom Portúgal í 19-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gekk Guðmundur til Ágústs Elís og sýndi honum hvernig hann ætti að bera sig að í markinu með miklum tilþrifum. . @logigeirsson og @Minnaermeira höfðu gaman að því hvernig Gummi sýndi Ágústi hvernig ætti að verja. @RanieNro sat með strákunum í myndverinu í gær eftir leik. pic.twitter.com/KuTIIfMt4b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 7, 2021 Þessi sýnikennsla Guðmundar hafði góð áhrif á Ágúst Elí sem hrökk í gang svo um munaði og varði sjö skot það sem eftir lifði leiks. Hafnfirðingurinn var með 44 prósent hlutfallsmarkvörslu og framlag hans var nálægt því að skila íslenska liðinu stigi. „Já, ég vildi sýna honum hvernig ætti að taka boltann,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi í dag. „Ég var aðeins að byrsta mig við hann, það hafði góð áhrif á hann. Ég vildi meira „agressívitet“ og það gekk bara vel,“ bætti hann við. Portúgal vann á endanum tveggja marka sigur, 26-24, og hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Ísland og Portúgal mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi á fimmtudaginn eftir viku. Ágúst Elí er einn þriggja markvarða í íslenska HM-hópnum ásamt Viktori Gísla og Björgvini Páli Gústavssyni sem fór ekki með til Portúgals. Ágúst Elí lék með Íslandi á EM 2018 og HM 2019 en fór ekki á EM í fyrra.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21