Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2012 19:15 Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór. Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór.
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira