Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2012 19:15 Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira