Viðskiptajöfnuður Japans tvöfaldast milli ára 10. júní 2013 11:25 Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptajöfnuðurinn hafi numið 750 milljörðum jena, eða um 930 milljörðum kr. Þetta er aukning um 100,8% og mun meira en spáð hafði verið. Það er einkum veiking á gengi jensins sem veldur þessum árangri. Samhliða því að upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn voru birtar í nótt voru einnig birtar upplýsingar um að hagvöxturinn í Japan mældist 4,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er einnig verulega umfram væntingar sérfræðingar sem spáð höfðu 3,5% hagvexti. Efnahagsstefna Shinzo Abe hefur gengið út á að örva efnahagslíf landsins með m.a. gífurlegri seðlaprentun hjá Japansbanka. Hingað til hefur dæmið gengið upp því seðlaprentunin hefur veikt japanska jenið og þar með gert japanskar vörur samkeppnishæfari í verði á alþjóðamörkuðum. Stefnu Abe er ætlað að ná Japan upp úr þeirri stöðnun í efnahagslífi landsins sem ríkt hefur í næstum tvo áratugi. Hjá Reuters kemur fram að stefnan hafi hingað til leitt til þess að væntingavísitala japanskra neytenda hefur hækkað fimm mánuði í röð. Þá segir að bankar landsins hafi aukið útlán sín um 1,8% í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptajöfnuðurinn hafi numið 750 milljörðum jena, eða um 930 milljörðum kr. Þetta er aukning um 100,8% og mun meira en spáð hafði verið. Það er einkum veiking á gengi jensins sem veldur þessum árangri. Samhliða því að upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn voru birtar í nótt voru einnig birtar upplýsingar um að hagvöxturinn í Japan mældist 4,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er einnig verulega umfram væntingar sérfræðingar sem spáð höfðu 3,5% hagvexti. Efnahagsstefna Shinzo Abe hefur gengið út á að örva efnahagslíf landsins með m.a. gífurlegri seðlaprentun hjá Japansbanka. Hingað til hefur dæmið gengið upp því seðlaprentunin hefur veikt japanska jenið og þar með gert japanskar vörur samkeppnishæfari í verði á alþjóðamörkuðum. Stefnu Abe er ætlað að ná Japan upp úr þeirri stöðnun í efnahagslífi landsins sem ríkt hefur í næstum tvo áratugi. Hjá Reuters kemur fram að stefnan hafi hingað til leitt til þess að væntingavísitala japanskra neytenda hefur hækkað fimm mánuði í röð. Þá segir að bankar landsins hafi aukið útlán sín um 1,8% í maí samanborið við sama mánuð í fyrra.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira