Viðskipti innlent

Hefur efnt öll loforðin

Í byrjun febrúar kynnti Landsbankinn aðgerðalista með 28 loforðum með það að markmiði að innleiða nýja stefnu bankans sem ber yfirskriftina "Landsbankinn þinn".

Landsbankinn hefur nú efnt öll loforðin 28 á aðgerðarlista sínum á tilsettum tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Bankinn hefur sett sér fjölmörg áfangamarkmið við innleiðingu á stefnu bankans. Aðgerðalistinn er eitt slíkt markmið en hann var byggður á sex meginliðum sem koma átti til framkvæmda fyrir 1.júlí.  Lagt var upp með það að starfsmenn Landsbankans undirrituðu siðasáttmála, að tekist yrði á við skuldavanda heimila og fyrirtækja, að þjónusta bankans yrði bætt, að bankinn leitaðist við að vera hreyfiafl í samfélaginu og að rækta samfélagslegt og siðferðislegt hlutverk sitt.

Frá þeim tíma sem aðgerðalistinn var birtur hafa stjórnendur og sérfræðingar Landsbankans fundað um land allt og hitt viðskiptavini, einstaklinga, fulltrúa fyrirtækja, fulltrúa sveitafélaga og atvinnulífs. Um  3500 manns hafa sótt fundina. Landsbankinn hefur kynnt ný úrræði fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki og hefur þar með gengið lengra en önnur fjármálafyrirtæki við að greiða úr þeim málum.  Allir starfsmenn Landsbankans hafa skrifað undir siðasáttmála. Bankinn hefur jafnframt sett fram nýja stefnu um samfélagslega ábyrgð. Bankinn hefur einnig birt opinberlega stjórnhætti sína og jafnað kynjahlutföll í stjórnum dótturfélaga bankans. Landsbankinn hefur birt gagnsæja og umhverfisvæna stefnu um samskipti við birgja og kynnt stefnu um sölu fullnustueigna bankans. Síðast í gær kynnti Landsbankinn um skráningu á tveimur félögum, Reginn ehf. og Horn fjárfestingafélag hf., í eigu bankans á markað, svo aðeins fáein dæmi séu nefnd.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×