Börn í þrælkunarvinnu fyrir Starbucks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:39 Starbucks er ein þekktasta kaffihúsakeðja heims. Vísir/Getty Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi. Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi.
Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent