Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne Global Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 12:52 Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. vísir/gva Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Verne Global . Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Í tilkynningunni segir að Verne Global muni nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,” segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Hann segir að til að ná árangri í hagkerfi sem sé drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. „Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.” „Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ segir Arnar Ragnarsson sjóðstjóri hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi. ” „Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,” segir Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina. Verne Global er fyrirtæki í þróun orkunýtinna gagnavera á svæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Félagið býður viðskiptavinum sínum öruggar og skalalegar gagnaverslausnir sem fela í sér mikið kostnaðarhagræði og nýta hreina endurnýtanlega orkukosti Íslands. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa ólíkar þarfir en hafa kosið að staðsetja ákveðna þætti í upplýsingatæknivinnslu sinna fyrirtækja hjá Verne á Íslandi, en meðal stærstu viðskiptavina eru stór alþjóðleg fyrirtæki eins og BMW, RMS, Datapipe, Colt og CCP. SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011. Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 415 milljarða í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka. Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Verne Global . Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Í tilkynningunni segir að Verne Global muni nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,” segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Hann segir að til að ná árangri í hagkerfi sem sé drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. „Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.” „Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ segir Arnar Ragnarsson sjóðstjóri hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi. ” „Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,” segir Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina. Verne Global er fyrirtæki í þróun orkunýtinna gagnavera á svæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Félagið býður viðskiptavinum sínum öruggar og skalalegar gagnaverslausnir sem fela í sér mikið kostnaðarhagræði og nýta hreina endurnýtanlega orkukosti Íslands. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa ólíkar þarfir en hafa kosið að staðsetja ákveðna þætti í upplýsingatæknivinnslu sinna fyrirtækja hjá Verne á Íslandi, en meðal stærstu viðskiptavina eru stór alþjóðleg fyrirtæki eins og BMW, RMS, Datapipe, Colt og CCP. SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011. Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 415 milljarða í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka.
Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira