ÍSAVIA fær samband við 75 gervihnetti með nýjum samningi Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2017 18:45 ISAVIA hefur undirritað samning við flugþjónustufyrirtækið Aireon sem gerir ISAVIA kleift, með aðstoð 75 gervihnatta, að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Þannig er hægt að bæta þjónustu við flugfélög í pólarflugi og flugið verður hagkvæmara og mengar minna.SpaceX geimferðarfyrirtækið skaut um helgina upp tíunda gervihnettinum sem hefur að geima búnað frá Aireon flugþjónustufyrirtækinu sem ISAVIA hefur nú gert samning um aðgang að. Innan árs verða gervihnettirnir orðnir 75 og þar með fær ISAVIA upplýsingar úr sendum flugvéla í norður hluta flugstjórnarsvæðis Íslands sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs ÍSAVÍA segir að í dag notist fyrirtækið m.a. við 22 móttakara á jörðu niðri í Færeyjum, á Íslandi og á Grænlandi, en fyrir flug í norðurhlutanum sé stuðst við upplýsingar frá flugvélunum sjálfum. „Við auðvitað höfum ágætis upplýsingar í dag en allar aðskilnaðarreglur byggja á því hve ört við fáum upplýsingar og hversu góðar upplýsingarnar eru og hve gott samband við flugvélarnar er,“ segir Ásgeir. En með gögnunum frá Aireon fáist ítarlegri upplýsingar um stöðu, hraða og hæð flugvéla í norðursvæðinu en nú, á innan við tveimur sekúndum. Þess vegna verði hægt að minnka bil á milli flugvéla á þessu svæði og þétta umferðina. „Og getum þess vegna betur uppfyllt þær óskir sem okkar viðskiptavinir, flugfélögin, eru að fara fram á með flugferla og annað slíkt. Sem mun leiða til þess að það verður hagkvæmari rekstur hjá þeim. Minni notkun á eldsneyti og þá auðvitað minni útblástur líka,“ segir Ásgeir. Í fyrra fóru 165 þúsund flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og dvöldu á því í meðaltali í eina og hálfa klukkustund. Mikil fjölgun hefur verið í flugi yfir pólinn og því mun hin nýja tækni nýtast mjög vel. ISAVIA stýrir flugumferð á íslenska svæðinu sem er langt um stærra en þarf til að þjóna Íslandi einu í umboði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Það er ekki sjálfgefið að þjónustan fari fram hér á landi og því mikilvægt að Ísavia sé ávallt í fremstu röð í tækni og þjónustu og taki þátt í innleiðingu nýrrar tækni fyrir stjórnun flugumferðar. „Þeir hafa sérstaklega tekið fram að þeir leggja mikla vigt á það að við séum virkir í þeirri vinnu með þeim að fara í gegnum þær alþjóðlegu nefndir sem þarf að gera til að fá samþykki á notkuninni og allt það. Vera með frá upphafi? Já, það er einmitt það. Við erum svokallaðir "launch customer" ásamt nokkrum öðrum,“ segir Ásgeir Pálsson. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
ISAVIA hefur undirritað samning við flugþjónustufyrirtækið Aireon sem gerir ISAVIA kleift, með aðstoð 75 gervihnatta, að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Þannig er hægt að bæta þjónustu við flugfélög í pólarflugi og flugið verður hagkvæmara og mengar minna.SpaceX geimferðarfyrirtækið skaut um helgina upp tíunda gervihnettinum sem hefur að geima búnað frá Aireon flugþjónustufyrirtækinu sem ISAVIA hefur nú gert samning um aðgang að. Innan árs verða gervihnettirnir orðnir 75 og þar með fær ISAVIA upplýsingar úr sendum flugvéla í norður hluta flugstjórnarsvæðis Íslands sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs ÍSAVÍA segir að í dag notist fyrirtækið m.a. við 22 móttakara á jörðu niðri í Færeyjum, á Íslandi og á Grænlandi, en fyrir flug í norðurhlutanum sé stuðst við upplýsingar frá flugvélunum sjálfum. „Við auðvitað höfum ágætis upplýsingar í dag en allar aðskilnaðarreglur byggja á því hve ört við fáum upplýsingar og hversu góðar upplýsingarnar eru og hve gott samband við flugvélarnar er,“ segir Ásgeir. En með gögnunum frá Aireon fáist ítarlegri upplýsingar um stöðu, hraða og hæð flugvéla í norðursvæðinu en nú, á innan við tveimur sekúndum. Þess vegna verði hægt að minnka bil á milli flugvéla á þessu svæði og þétta umferðina. „Og getum þess vegna betur uppfyllt þær óskir sem okkar viðskiptavinir, flugfélögin, eru að fara fram á með flugferla og annað slíkt. Sem mun leiða til þess að það verður hagkvæmari rekstur hjá þeim. Minni notkun á eldsneyti og þá auðvitað minni útblástur líka,“ segir Ásgeir. Í fyrra fóru 165 þúsund flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og dvöldu á því í meðaltali í eina og hálfa klukkustund. Mikil fjölgun hefur verið í flugi yfir pólinn og því mun hin nýja tækni nýtast mjög vel. ISAVIA stýrir flugumferð á íslenska svæðinu sem er langt um stærra en þarf til að þjóna Íslandi einu í umboði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Það er ekki sjálfgefið að þjónustan fari fram hér á landi og því mikilvægt að Ísavia sé ávallt í fremstu röð í tækni og þjónustu og taki þátt í innleiðingu nýrrar tækni fyrir stjórnun flugumferðar. „Þeir hafa sérstaklega tekið fram að þeir leggja mikla vigt á það að við séum virkir í þeirri vinnu með þeim að fara í gegnum þær alþjóðlegu nefndir sem þarf að gera til að fá samþykki á notkuninni og allt það. Vera með frá upphafi? Já, það er einmitt það. Við erum svokallaðir "launch customer" ásamt nokkrum öðrum,“ segir Ásgeir Pálsson.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira