ÍSAVIA fær samband við 75 gervihnetti með nýjum samningi Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2017 18:45 ISAVIA hefur undirritað samning við flugþjónustufyrirtækið Aireon sem gerir ISAVIA kleift, með aðstoð 75 gervihnatta, að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Þannig er hægt að bæta þjónustu við flugfélög í pólarflugi og flugið verður hagkvæmara og mengar minna.SpaceX geimferðarfyrirtækið skaut um helgina upp tíunda gervihnettinum sem hefur að geima búnað frá Aireon flugþjónustufyrirtækinu sem ISAVIA hefur nú gert samning um aðgang að. Innan árs verða gervihnettirnir orðnir 75 og þar með fær ISAVIA upplýsingar úr sendum flugvéla í norður hluta flugstjórnarsvæðis Íslands sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs ÍSAVÍA segir að í dag notist fyrirtækið m.a. við 22 móttakara á jörðu niðri í Færeyjum, á Íslandi og á Grænlandi, en fyrir flug í norðurhlutanum sé stuðst við upplýsingar frá flugvélunum sjálfum. „Við auðvitað höfum ágætis upplýsingar í dag en allar aðskilnaðarreglur byggja á því hve ört við fáum upplýsingar og hversu góðar upplýsingarnar eru og hve gott samband við flugvélarnar er,“ segir Ásgeir. En með gögnunum frá Aireon fáist ítarlegri upplýsingar um stöðu, hraða og hæð flugvéla í norðursvæðinu en nú, á innan við tveimur sekúndum. Þess vegna verði hægt að minnka bil á milli flugvéla á þessu svæði og þétta umferðina. „Og getum þess vegna betur uppfyllt þær óskir sem okkar viðskiptavinir, flugfélögin, eru að fara fram á með flugferla og annað slíkt. Sem mun leiða til þess að það verður hagkvæmari rekstur hjá þeim. Minni notkun á eldsneyti og þá auðvitað minni útblástur líka,“ segir Ásgeir. Í fyrra fóru 165 þúsund flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og dvöldu á því í meðaltali í eina og hálfa klukkustund. Mikil fjölgun hefur verið í flugi yfir pólinn og því mun hin nýja tækni nýtast mjög vel. ISAVIA stýrir flugumferð á íslenska svæðinu sem er langt um stærra en þarf til að þjóna Íslandi einu í umboði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Það er ekki sjálfgefið að þjónustan fari fram hér á landi og því mikilvægt að Ísavia sé ávallt í fremstu röð í tækni og þjónustu og taki þátt í innleiðingu nýrrar tækni fyrir stjórnun flugumferðar. „Þeir hafa sérstaklega tekið fram að þeir leggja mikla vigt á það að við séum virkir í þeirri vinnu með þeim að fara í gegnum þær alþjóðlegu nefndir sem þarf að gera til að fá samþykki á notkuninni og allt það. Vera með frá upphafi? Já, það er einmitt það. Við erum svokallaðir "launch customer" ásamt nokkrum öðrum,“ segir Ásgeir Pálsson. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
ISAVIA hefur undirritað samning við flugþjónustufyrirtækið Aireon sem gerir ISAVIA kleift, með aðstoð 75 gervihnatta, að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Þannig er hægt að bæta þjónustu við flugfélög í pólarflugi og flugið verður hagkvæmara og mengar minna.SpaceX geimferðarfyrirtækið skaut um helgina upp tíunda gervihnettinum sem hefur að geima búnað frá Aireon flugþjónustufyrirtækinu sem ISAVIA hefur nú gert samning um aðgang að. Innan árs verða gervihnettirnir orðnir 75 og þar með fær ISAVIA upplýsingar úr sendum flugvéla í norður hluta flugstjórnarsvæðis Íslands sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs ÍSAVÍA segir að í dag notist fyrirtækið m.a. við 22 móttakara á jörðu niðri í Færeyjum, á Íslandi og á Grænlandi, en fyrir flug í norðurhlutanum sé stuðst við upplýsingar frá flugvélunum sjálfum. „Við auðvitað höfum ágætis upplýsingar í dag en allar aðskilnaðarreglur byggja á því hve ört við fáum upplýsingar og hversu góðar upplýsingarnar eru og hve gott samband við flugvélarnar er,“ segir Ásgeir. En með gögnunum frá Aireon fáist ítarlegri upplýsingar um stöðu, hraða og hæð flugvéla í norðursvæðinu en nú, á innan við tveimur sekúndum. Þess vegna verði hægt að minnka bil á milli flugvéla á þessu svæði og þétta umferðina. „Og getum þess vegna betur uppfyllt þær óskir sem okkar viðskiptavinir, flugfélögin, eru að fara fram á með flugferla og annað slíkt. Sem mun leiða til þess að það verður hagkvæmari rekstur hjá þeim. Minni notkun á eldsneyti og þá auðvitað minni útblástur líka,“ segir Ásgeir. Í fyrra fóru 165 þúsund flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og dvöldu á því í meðaltali í eina og hálfa klukkustund. Mikil fjölgun hefur verið í flugi yfir pólinn og því mun hin nýja tækni nýtast mjög vel. ISAVIA stýrir flugumferð á íslenska svæðinu sem er langt um stærra en þarf til að þjóna Íslandi einu í umboði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Það er ekki sjálfgefið að þjónustan fari fram hér á landi og því mikilvægt að Ísavia sé ávallt í fremstu röð í tækni og þjónustu og taki þátt í innleiðingu nýrrar tækni fyrir stjórnun flugumferðar. „Þeir hafa sérstaklega tekið fram að þeir leggja mikla vigt á það að við séum virkir í þeirri vinnu með þeim að fara í gegnum þær alþjóðlegu nefndir sem þarf að gera til að fá samþykki á notkuninni og allt það. Vera með frá upphafi? Já, það er einmitt það. Við erum svokallaðir "launch customer" ásamt nokkrum öðrum,“ segir Ásgeir Pálsson.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur