Svipmynd Markaðarins: Rödd minni fyrirtækja í stjórn SVÞ Haraldur Guðmundsson skrifar 31. mars 2014 09:41 Guðrún kann vel við sig innan um eldhúsáhöld og aðrar vörur Kokku. Vísir/GVA Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku, var endurkjörin í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á aðalfundi samtakanna í þarsíðustu viku. Hún hefur setið í stjórn SVÞ frá árinu 2010 og verið í verslunarrekstri í þrettán ár. „Það er nauðsynlegt að taka þátt í félagsstarfi til að víkka sjóndeildarhringinn og mér finnst nauðsynlegt að rödd minni fyrirtækja fái líka að hljóma í svona samtökum,“ segir Guðrún. Hún og systur hennar og móðir opnuðu Kokku í apríl 2001. Guðrún var þá nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún hafði búið og starfað í níu ár, síðast við atvinnumiðlun hjá vinnumálastofnun þýska ríkisins. „Þá var ég farin að spá í hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég komst að því í Þýskalandi að það hentar mér ekki að sitja við skrifborð allan daginn. Ég þarf að geta verið svolítið hreyfanleg og hafa fjölbreytt verkefni og þegar maður stýrir litlu fyrirtæki þá er maður í öllu,“ segir Guðrún. „Það endaði svo á því að ég gabbaði fjölskylduna með mér út í þetta ævintýri.“ Verslunin var upphaflega til húsa í litlu húsnæði við Ingólfsstræti en síðan færð á Laugaveginn í nóvember 2002. Þar er hún enn en reksturinn skiptist nú í þrjár ólíkar einingar. „Þegar verslunin var opnuð þá var ég eini starfsmaðurinn. Svo kom Auður, yngri systir mín, inn í fyrirtækið árið 2005 og þá stofnuðum við heildverslunina Lifa utan um ákveðin vörumerki í versluninni sem okkur fannst henta til frekari dreifingar. Árið 2007 keyptum við síðan verslunina Dúka í Kringlunni og þá kom eldri systir mín, Magný, inn í reksturinn í fullt starf. Svo opnuðum við aðra Dúka-verslun í Smáralind árið 2011.“ Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og hún hefur einnig lokið námskeiðum í lögfræði og viðskiptafræði. „Ég hef tekið þá stefnu að afla mér þeirrar þekkingar sem mig vantar og ég er ekkert hrædd við að spyrja spurninga þegar mér finnst ég ekki vita nógu mikið,“ segir Guðrún. Matur og matargerð eru hennar helstu áhugamál. „Ég er búin að hafa áhuga á þessu frá blautu barnsbeini. Ég fékk fyrstu bökunarformin í afmælisgjöf þegar ég var átta ára og einhverja uppskriftabók. Þá byrjaði ég að baka skinkuhorn og súkkulaðikökur og hef eiginlega ekkert hætt síðan.“ Guðrún er gift Þorsteini Torfasyni og þau eiga þrjú börn á aldrinum fimmtán til 26 ára. Þorsteinn starfar hjá heildsölunni og sér þar um samskipti við veitingageirann „Maðurinn minn er sem betur fer með sama áhugamál og það er mikið eldað og talað um mat á mínu heimili. Ég er mjög heimakær og þó það geti verið gaman að ferðast þá er langbest að vera bara heima.“Auður JóhannesdóttirAuður Jóhannesdóttir, systir Guðrúnar „Guðrún er góður vinur og frábær viðskiptafélagi. Hún hefur fantagóðan smekk og auga fyrir trendum sem er lykilatriði í okkar rekstri og ég treysti hennar áliti jafnt í viðskiptum sem lífinu. Hún gerir miklar kröfur til sjálfrar sín og þeirra sem með henni ganga og er góður samningamaður. Svo er náttúrulega frábært að hafa einhvern í liðinu sem hefur eftir nokkurra ára búsetu í Þýskalandi tamið sér þrautseigju og kostnaðarmeðvitund – þótt við gerum líka stundum grín að hennar innri Þjóðverja.“Andrés MagnússonAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ „Fyrstu kynni mín af Guðrúnu í Kokku voru þau að fyrir allmörgum árum lentum við saman í útvarpsviðtali, þar sem jólaverslunin var umræðuefnið. Hún kom mér strax fyrir sjónir sem dugleg og rökföst kona. Skömmu seinna var hún svo kosin í stjórn SVÞ og hefur verið þar sem nokkurs konar fulltrúi þess stóra hóps lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem mynda kjarnann í atvinnulífinu. Innan stjórnarinnar hefur hún verið öflugur liðsmaður og sannarlega lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að koma sjónarmiðum verslunar og þjónustu á framfæri í opinberri umræðu. Þá er húmorinn aldrei langt undan, en hún uppskar mikinn hlátur viðstaddra á nýlegum fundi á okkar vegum þar sem mismunandi rekstrarform fyrirtækja voru umræðuefni, þegar hún sagði að ehf. stæði bara fyrir „ekkert helvítis frí“.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku, var endurkjörin í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á aðalfundi samtakanna í þarsíðustu viku. Hún hefur setið í stjórn SVÞ frá árinu 2010 og verið í verslunarrekstri í þrettán ár. „Það er nauðsynlegt að taka þátt í félagsstarfi til að víkka sjóndeildarhringinn og mér finnst nauðsynlegt að rödd minni fyrirtækja fái líka að hljóma í svona samtökum,“ segir Guðrún. Hún og systur hennar og móðir opnuðu Kokku í apríl 2001. Guðrún var þá nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún hafði búið og starfað í níu ár, síðast við atvinnumiðlun hjá vinnumálastofnun þýska ríkisins. „Þá var ég farin að spá í hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég komst að því í Þýskalandi að það hentar mér ekki að sitja við skrifborð allan daginn. Ég þarf að geta verið svolítið hreyfanleg og hafa fjölbreytt verkefni og þegar maður stýrir litlu fyrirtæki þá er maður í öllu,“ segir Guðrún. „Það endaði svo á því að ég gabbaði fjölskylduna með mér út í þetta ævintýri.“ Verslunin var upphaflega til húsa í litlu húsnæði við Ingólfsstræti en síðan færð á Laugaveginn í nóvember 2002. Þar er hún enn en reksturinn skiptist nú í þrjár ólíkar einingar. „Þegar verslunin var opnuð þá var ég eini starfsmaðurinn. Svo kom Auður, yngri systir mín, inn í fyrirtækið árið 2005 og þá stofnuðum við heildverslunina Lifa utan um ákveðin vörumerki í versluninni sem okkur fannst henta til frekari dreifingar. Árið 2007 keyptum við síðan verslunina Dúka í Kringlunni og þá kom eldri systir mín, Magný, inn í reksturinn í fullt starf. Svo opnuðum við aðra Dúka-verslun í Smáralind árið 2011.“ Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og hún hefur einnig lokið námskeiðum í lögfræði og viðskiptafræði. „Ég hef tekið þá stefnu að afla mér þeirrar þekkingar sem mig vantar og ég er ekkert hrædd við að spyrja spurninga þegar mér finnst ég ekki vita nógu mikið,“ segir Guðrún. Matur og matargerð eru hennar helstu áhugamál. „Ég er búin að hafa áhuga á þessu frá blautu barnsbeini. Ég fékk fyrstu bökunarformin í afmælisgjöf þegar ég var átta ára og einhverja uppskriftabók. Þá byrjaði ég að baka skinkuhorn og súkkulaðikökur og hef eiginlega ekkert hætt síðan.“ Guðrún er gift Þorsteini Torfasyni og þau eiga þrjú börn á aldrinum fimmtán til 26 ára. Þorsteinn starfar hjá heildsölunni og sér þar um samskipti við veitingageirann „Maðurinn minn er sem betur fer með sama áhugamál og það er mikið eldað og talað um mat á mínu heimili. Ég er mjög heimakær og þó það geti verið gaman að ferðast þá er langbest að vera bara heima.“Auður JóhannesdóttirAuður Jóhannesdóttir, systir Guðrúnar „Guðrún er góður vinur og frábær viðskiptafélagi. Hún hefur fantagóðan smekk og auga fyrir trendum sem er lykilatriði í okkar rekstri og ég treysti hennar áliti jafnt í viðskiptum sem lífinu. Hún gerir miklar kröfur til sjálfrar sín og þeirra sem með henni ganga og er góður samningamaður. Svo er náttúrulega frábært að hafa einhvern í liðinu sem hefur eftir nokkurra ára búsetu í Þýskalandi tamið sér þrautseigju og kostnaðarmeðvitund – þótt við gerum líka stundum grín að hennar innri Þjóðverja.“Andrés MagnússonAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ „Fyrstu kynni mín af Guðrúnu í Kokku voru þau að fyrir allmörgum árum lentum við saman í útvarpsviðtali, þar sem jólaverslunin var umræðuefnið. Hún kom mér strax fyrir sjónir sem dugleg og rökföst kona. Skömmu seinna var hún svo kosin í stjórn SVÞ og hefur verið þar sem nokkurs konar fulltrúi þess stóra hóps lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem mynda kjarnann í atvinnulífinu. Innan stjórnarinnar hefur hún verið öflugur liðsmaður og sannarlega lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að koma sjónarmiðum verslunar og þjónustu á framfæri í opinberri umræðu. Þá er húmorinn aldrei langt undan, en hún uppskar mikinn hlátur viðstaddra á nýlegum fundi á okkar vegum þar sem mismunandi rekstrarform fyrirtækja voru umræðuefni, þegar hún sagði að ehf. stæði bara fyrir „ekkert helvítis frí“.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira