Nýjungar bætast við Parka appið Computer Vision 3. apríl 2020 08:56 Ársæll Baldursson framkvæmdastjóri Computer Vision og og Ægir Finnsson tæknistjóri. „Við byrjuðum fyrir fjórum árum að forrita lausnir sem byggja á að nota myndavélar til þess að greina bílnúmer. Út frá þeim lausnum höfum við hannað þjónustu fyrir ferðamannastaði og bílahús og í dag rekum við kerfi fyrir fjölmennustu þjóðgarða landsins og stærstu bílahúsin,“ útskýrir Ársæll Baldursson framkvæmdastjóri Computer Vision en fyrirtækið þróaði innheimtu- og eftirlitskerfið Smart Access sem skráir komu og viðverðu bifreiða. Í framhaldinu varð snjallforritið Parka til og utan á það hefur fyrirtækið jafnt og þétt verið að þróa aukna þjónustu. „Það var alltaf hluti af okkar starfsemi að vera með snjallforrit sem eina greiðsluleið til þess að borga fyrir þjónustu Smart Access og Parka er afsprengi þess. Á markaðnum hafði um nokkurn tíma aðeins verið eitt snjallforrit til þess að greiða bílastæðagjald í Reykjavík og við vildum koma með einhverjar nýjungar inn á markaðinn. Parka appið er öðruvísi og auðveldara í notkun en það sem fyrir var að okkar mati og auk þess tökum við ekki aukagjöld fyrir hinn almenna notanda. Það er hægt að nota Parka í stórum bílahúsum og nær þjónustan einnig langt út fyrir Reykjavík því hægt er að nota Parka á ferðamannastöðum,“ útskýrir Ársæll. Opna fyrir fyrirtækjaáskrift „Snjallforritið er í stöðugri þróun og ýmsar nýjungar í farvatninu. Við munum opna fyrir fyrirtækjaáskrift í Parka á næstu dögum og í þróun eru lausnir sem munu koma bæði einstaklingum og fyrirtækjum til góða. Til dæmis erum við að hanna lausnir þar sem verslunareigendur og veitingastaðaeigendur geta borgað fyrir sína viðskiptavini í stæði. Við sinnum einnig fjölbreyttum verkefnum og höfum meðal annars verið að greina bílaumferð fyrir Vegagerðina og fleiri aðila. Við erum einnig að þróa lausnir tengdar því að greina fólksumferð og getum í raun greint ótrúlega margt með okkar tækni og þekkingu.“ Lausnir sem greina hita í fólki Sex starfsmenn vinna hjá Compunter Vision og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt frá því fyrirtækið var sett á laggirnar. Ýmsar hugmyndir liggja á teikniborðinu og spennandi verkefni framundan. „Við fáum til okkar fyrirspurnir hvort hægt sé að greina hitt og greina þetta, til dæmis frá fyrirtækjum sem eru að þróa annars konar vörur. Í því ástandi sem ríkir í heiminum í dag kviknar þörf fyrir margskonar lausnir og við erum þessa dagana að vinna að lausn sem getur numið hita í andliti fólks. Slíka greiningu mætti nýta sem stýringu á að veikt fólk fari ekki inn á ákveðin svæði. Við erum einnig að þróa vörur fyrir alþjóðlegan markað og munum fljótlega geta sagt frá slíkum áfanga. Það liggja miklir möguleikar í gervigreind og tækifæri fyrir þá sem sérhæfa sig í því. Það hefur mikið áunnist hjá Computer Vision á þessum fyrstu árum en starfsemin er í fullum gangi. Við erum mjög bjartsýn og sjáum fram á að stækka fyrirtækið á næstu misserum.“ Nánari upplýsingar um Computer Vision er að finna hér á heimasíðu fyrirtækisins. Tækni Bílastæði Stafræn þróun Mest lesið Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Viðskipti innlent Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
„Við byrjuðum fyrir fjórum árum að forrita lausnir sem byggja á að nota myndavélar til þess að greina bílnúmer. Út frá þeim lausnum höfum við hannað þjónustu fyrir ferðamannastaði og bílahús og í dag rekum við kerfi fyrir fjölmennustu þjóðgarða landsins og stærstu bílahúsin,“ útskýrir Ársæll Baldursson framkvæmdastjóri Computer Vision en fyrirtækið þróaði innheimtu- og eftirlitskerfið Smart Access sem skráir komu og viðverðu bifreiða. Í framhaldinu varð snjallforritið Parka til og utan á það hefur fyrirtækið jafnt og þétt verið að þróa aukna þjónustu. „Það var alltaf hluti af okkar starfsemi að vera með snjallforrit sem eina greiðsluleið til þess að borga fyrir þjónustu Smart Access og Parka er afsprengi þess. Á markaðnum hafði um nokkurn tíma aðeins verið eitt snjallforrit til þess að greiða bílastæðagjald í Reykjavík og við vildum koma með einhverjar nýjungar inn á markaðinn. Parka appið er öðruvísi og auðveldara í notkun en það sem fyrir var að okkar mati og auk þess tökum við ekki aukagjöld fyrir hinn almenna notanda. Það er hægt að nota Parka í stórum bílahúsum og nær þjónustan einnig langt út fyrir Reykjavík því hægt er að nota Parka á ferðamannastöðum,“ útskýrir Ársæll. Opna fyrir fyrirtækjaáskrift „Snjallforritið er í stöðugri þróun og ýmsar nýjungar í farvatninu. Við munum opna fyrir fyrirtækjaáskrift í Parka á næstu dögum og í þróun eru lausnir sem munu koma bæði einstaklingum og fyrirtækjum til góða. Til dæmis erum við að hanna lausnir þar sem verslunareigendur og veitingastaðaeigendur geta borgað fyrir sína viðskiptavini í stæði. Við sinnum einnig fjölbreyttum verkefnum og höfum meðal annars verið að greina bílaumferð fyrir Vegagerðina og fleiri aðila. Við erum einnig að þróa lausnir tengdar því að greina fólksumferð og getum í raun greint ótrúlega margt með okkar tækni og þekkingu.“ Lausnir sem greina hita í fólki Sex starfsmenn vinna hjá Compunter Vision og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt frá því fyrirtækið var sett á laggirnar. Ýmsar hugmyndir liggja á teikniborðinu og spennandi verkefni framundan. „Við fáum til okkar fyrirspurnir hvort hægt sé að greina hitt og greina þetta, til dæmis frá fyrirtækjum sem eru að þróa annars konar vörur. Í því ástandi sem ríkir í heiminum í dag kviknar þörf fyrir margskonar lausnir og við erum þessa dagana að vinna að lausn sem getur numið hita í andliti fólks. Slíka greiningu mætti nýta sem stýringu á að veikt fólk fari ekki inn á ákveðin svæði. Við erum einnig að þróa vörur fyrir alþjóðlegan markað og munum fljótlega geta sagt frá slíkum áfanga. Það liggja miklir möguleikar í gervigreind og tækifæri fyrir þá sem sérhæfa sig í því. Það hefur mikið áunnist hjá Computer Vision á þessum fyrstu árum en starfsemin er í fullum gangi. Við erum mjög bjartsýn og sjáum fram á að stækka fyrirtækið á næstu misserum.“ Nánari upplýsingar um Computer Vision er að finna hér á heimasíðu fyrirtækisins.
Tækni Bílastæði Stafræn þróun Mest lesið Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Viðskipti innlent Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira