Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2016 09:23 Ytri Rangá er ein aflahæsta laxveiðiá landsins og hefur verið um árabil en í henni er líka nokkuð af sjóbirting. Það veiðist slangur af sjóbirting á hinum hefðbundna laxveiðitíma en besti tíminn fyrir sjóbirtinginn er engu að síður á vorin og haustin en hingað til hefur ekki verið opip fyrir vorveiði. Nú verður breyting þar á og 1. maí verður opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá. Veiðisvæðið nær frá Árbæjarfossi og niður í sjó og á þessum svæði er fullt af flottum veiðistöðum þar sem sjóbirtingurinn liggur. Aðeins verður veitt á fjórar stangir svo það er vel rúmt um allar stangirnar en 16 stangir veiða þetta svæði á laxveiðitímanum. Það sem hefur reynst vel í Ytri Rangá, fyrir þá sem hafa ekki veitt hana, er að veiða hægt og djúpt. Þá þarf að nota sökktauma og þyngdar flugur. Þetta er skemmtileg nýjung í fjölbreytta flóru vorveiða á landinu. Stangirnar fjórar eru seldar saman í hollum og fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar geta haft samband við staðarhaldarann Jóhannes (johannes@westranga.is). Það skal tekið fram að öllum fiski skal sleppt. Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði
Ytri Rangá er ein aflahæsta laxveiðiá landsins og hefur verið um árabil en í henni er líka nokkuð af sjóbirting. Það veiðist slangur af sjóbirting á hinum hefðbundna laxveiðitíma en besti tíminn fyrir sjóbirtinginn er engu að síður á vorin og haustin en hingað til hefur ekki verið opip fyrir vorveiði. Nú verður breyting þar á og 1. maí verður opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá. Veiðisvæðið nær frá Árbæjarfossi og niður í sjó og á þessum svæði er fullt af flottum veiðistöðum þar sem sjóbirtingurinn liggur. Aðeins verður veitt á fjórar stangir svo það er vel rúmt um allar stangirnar en 16 stangir veiða þetta svæði á laxveiðitímanum. Það sem hefur reynst vel í Ytri Rangá, fyrir þá sem hafa ekki veitt hana, er að veiða hægt og djúpt. Þá þarf að nota sökktauma og þyngdar flugur. Þetta er skemmtileg nýjung í fjölbreytta flóru vorveiða á landinu. Stangirnar fjórar eru seldar saman í hollum og fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar geta haft samband við staðarhaldarann Jóhannes (johannes@westranga.is). Það skal tekið fram að öllum fiski skal sleppt.
Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði