Detroit stöðvaði sigurgöngu Boston 20. desember 2007 09:34 Chauncey Billups fiskar villu á Tony Allen í blálokin á leik Boston og Detroit í nótt. Hann kláraði leikinn á vítalínunni og færði Boston fyrsta tapið á heimavelli NordicPhotos/GettyImages Stórlið Detroit Pistons minnti rækilega á sig í NBA deildinni í nótt þegar það færði Boston Celtics fyrsta tapið á heimavelli með 87-85 sigri í Garðinum. Það var Chauncey Billups sem tryggði gestunum sigurinn með vítaskotum innan við sekúndu fyrir leikslok. Paul Pierce fékk tækifæri til að gera út um leikinn fyrir Boston með skoti þegar 1,7 sekúnda var eftir af leiknum, en það geigaði og Detroit fékk því tækifæri til að gera út um leikinn. Billups nýtti sér reynslu sína og fiskaði villu á Tony Allen með gabbhreyfingu þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum og setti bæði vítin niður og tryggði sigurinn. Billups skoraði 12 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var besti maður Detroit í þessum æsispennandi leik toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1988 sem Boston og Detroit mætast með besta vinningshlutfall í Austurdeildinni og þá voru forsetar liðanna í dag inni á vellinum að spila - þeir Danny Ainge hjá Boston og Joe Dumars hjá Detroit. Billups skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 21 stig. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston og Ray Allen skoraði 24 stig. Þetta var aðeins þriðja tap Boston í allan vetur og það fyrsta á heimavelli. Boston hafði líka unnið 9 leiki í röð. Atlanta lagði Miami heima eftir framlengdan leik 117-111. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Miami en þeir Marvin Williams og Joe Johnson skoruðu 26 hvor fyrir Atlanta. Indiana vann auðveldan sigur á Philadelphia 102-85. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana í þriðja sigrinum í röð og þeir Jermaine O´Neal og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor. Andre Iguodala og Andre Miller skoruðu 16 hvor fyrir Philadelphia. Chicago lagði Washington á útvelli 95-84 þar sem Ben Gordon var stigahæstur hjá Chicago með 22 stig en Caron Butler náði þrennu hjá Washington með 29 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Áttunda tap Utah í níu leikjum Charlotte lagði Utah á heimavelli 98-92. Gerald Wallace skoraði 26 stig fyrir Charlotte en Carlos Boozer skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst fyrir heillum horfið lið Utah, sem var 12 stigum yfir þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var áttunda tap Utah í níu leikjum og sjöunda tapið á útivelli í röð. Óvænt hjá New York New York vann óvæntan stórsigur á Cleveland á heimavelli 108-90, eftir að stuðningsmenn New York fóru í skrúðgöngu fyrir leikinn til að heimta að þjálfarinn Isiah Thomas yrði rekinn. David Lee skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland. Sacramento lagði Milwaukee á útivelli 102-89. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir gestina en Michael Redd var með 27 stig hjá Milwaukee. Golden State lagði Minnesota á útivelli 111-98 þar sem Al Harrington skoraði 25 stig fyrir Golden State en Al Jefferson var með 24 stig og 14 fráköst hjá Minnesota. Níu í röð hjá PortlandRudy Gay fagnar sigurkörfu sinni fyrir Memphis gegn San Antonio í nóttNordicPhotos/GettyImagesSan Antonio tapaði óvænt fyrir Memphis á útivelli 88-85 þar sem Rudy Gay skoraði sigurkörfuna fyrir Memphis um leið og lokaflautið gall. Manu Ginobili skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 16 stig og 14 fráköst en Mike Miller skoraði 31 stig fyrir heimamenn og Rudy Gay 16 stig og 9 fráköst.McGrady meiddist Orlando vann góðan útisigur á Houston 97-92 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Yao Ming var með 19 stig og 17 fráköst í liði heimamanna. Tracy McGrady meiddist á hné og fór af velli hjá Houston.Dirk góður í sigri Dallas Dallas vann sætan sigur á Phoenix 108-105 þar sem Dallas sýndi loksins tilþrif sem minntu á spilamennsku liðsins á síðustu leiktíð. Dirk Nowitzki var öflugur á lokasprettinum hjá Dallas og skoraði 31 stig í leiknum, en Amare Stoudemire skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Steve Nash gaf 18 stoðsendingar í liði Phoenix.Portland vann níunda sigurinn í röð með því að leggja Toronto á útivelli 101-96. Brandon Roy var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Portland en Jose Calderon skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto.Loks vann New Orleans sigur á Seattle á útivelli 107-93. Kevin Durant skoraði 18 stig fyrir heimamenn en Morris Peterson skoraði 25 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar. NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira
Stórlið Detroit Pistons minnti rækilega á sig í NBA deildinni í nótt þegar það færði Boston Celtics fyrsta tapið á heimavelli með 87-85 sigri í Garðinum. Það var Chauncey Billups sem tryggði gestunum sigurinn með vítaskotum innan við sekúndu fyrir leikslok. Paul Pierce fékk tækifæri til að gera út um leikinn fyrir Boston með skoti þegar 1,7 sekúnda var eftir af leiknum, en það geigaði og Detroit fékk því tækifæri til að gera út um leikinn. Billups nýtti sér reynslu sína og fiskaði villu á Tony Allen með gabbhreyfingu þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum og setti bæði vítin niður og tryggði sigurinn. Billups skoraði 12 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var besti maður Detroit í þessum æsispennandi leik toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1988 sem Boston og Detroit mætast með besta vinningshlutfall í Austurdeildinni og þá voru forsetar liðanna í dag inni á vellinum að spila - þeir Danny Ainge hjá Boston og Joe Dumars hjá Detroit. Billups skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 21 stig. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston og Ray Allen skoraði 24 stig. Þetta var aðeins þriðja tap Boston í allan vetur og það fyrsta á heimavelli. Boston hafði líka unnið 9 leiki í röð. Atlanta lagði Miami heima eftir framlengdan leik 117-111. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Miami en þeir Marvin Williams og Joe Johnson skoruðu 26 hvor fyrir Atlanta. Indiana vann auðveldan sigur á Philadelphia 102-85. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana í þriðja sigrinum í röð og þeir Jermaine O´Neal og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor. Andre Iguodala og Andre Miller skoruðu 16 hvor fyrir Philadelphia. Chicago lagði Washington á útvelli 95-84 þar sem Ben Gordon var stigahæstur hjá Chicago með 22 stig en Caron Butler náði þrennu hjá Washington með 29 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Áttunda tap Utah í níu leikjum Charlotte lagði Utah á heimavelli 98-92. Gerald Wallace skoraði 26 stig fyrir Charlotte en Carlos Boozer skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst fyrir heillum horfið lið Utah, sem var 12 stigum yfir þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var áttunda tap Utah í níu leikjum og sjöunda tapið á útivelli í röð. Óvænt hjá New York New York vann óvæntan stórsigur á Cleveland á heimavelli 108-90, eftir að stuðningsmenn New York fóru í skrúðgöngu fyrir leikinn til að heimta að þjálfarinn Isiah Thomas yrði rekinn. David Lee skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland. Sacramento lagði Milwaukee á útivelli 102-89. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir gestina en Michael Redd var með 27 stig hjá Milwaukee. Golden State lagði Minnesota á útivelli 111-98 þar sem Al Harrington skoraði 25 stig fyrir Golden State en Al Jefferson var með 24 stig og 14 fráköst hjá Minnesota. Níu í röð hjá PortlandRudy Gay fagnar sigurkörfu sinni fyrir Memphis gegn San Antonio í nóttNordicPhotos/GettyImagesSan Antonio tapaði óvænt fyrir Memphis á útivelli 88-85 þar sem Rudy Gay skoraði sigurkörfuna fyrir Memphis um leið og lokaflautið gall. Manu Ginobili skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 16 stig og 14 fráköst en Mike Miller skoraði 31 stig fyrir heimamenn og Rudy Gay 16 stig og 9 fráköst.McGrady meiddist Orlando vann góðan útisigur á Houston 97-92 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Yao Ming var með 19 stig og 17 fráköst í liði heimamanna. Tracy McGrady meiddist á hné og fór af velli hjá Houston.Dirk góður í sigri Dallas Dallas vann sætan sigur á Phoenix 108-105 þar sem Dallas sýndi loksins tilþrif sem minntu á spilamennsku liðsins á síðustu leiktíð. Dirk Nowitzki var öflugur á lokasprettinum hjá Dallas og skoraði 31 stig í leiknum, en Amare Stoudemire skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Steve Nash gaf 18 stoðsendingar í liði Phoenix.Portland vann níunda sigurinn í röð með því að leggja Toronto á útivelli 101-96. Brandon Roy var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Portland en Jose Calderon skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto.Loks vann New Orleans sigur á Seattle á útivelli 107-93. Kevin Durant skoraði 18 stig fyrir heimamenn en Morris Peterson skoraði 25 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira