Detroit stöðvaði sigurgöngu Boston 20. desember 2007 09:34 Chauncey Billups fiskar villu á Tony Allen í blálokin á leik Boston og Detroit í nótt. Hann kláraði leikinn á vítalínunni og færði Boston fyrsta tapið á heimavelli NordicPhotos/GettyImages Stórlið Detroit Pistons minnti rækilega á sig í NBA deildinni í nótt þegar það færði Boston Celtics fyrsta tapið á heimavelli með 87-85 sigri í Garðinum. Það var Chauncey Billups sem tryggði gestunum sigurinn með vítaskotum innan við sekúndu fyrir leikslok. Paul Pierce fékk tækifæri til að gera út um leikinn fyrir Boston með skoti þegar 1,7 sekúnda var eftir af leiknum, en það geigaði og Detroit fékk því tækifæri til að gera út um leikinn. Billups nýtti sér reynslu sína og fiskaði villu á Tony Allen með gabbhreyfingu þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum og setti bæði vítin niður og tryggði sigurinn. Billups skoraði 12 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var besti maður Detroit í þessum æsispennandi leik toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1988 sem Boston og Detroit mætast með besta vinningshlutfall í Austurdeildinni og þá voru forsetar liðanna í dag inni á vellinum að spila - þeir Danny Ainge hjá Boston og Joe Dumars hjá Detroit. Billups skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 21 stig. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston og Ray Allen skoraði 24 stig. Þetta var aðeins þriðja tap Boston í allan vetur og það fyrsta á heimavelli. Boston hafði líka unnið 9 leiki í röð. Atlanta lagði Miami heima eftir framlengdan leik 117-111. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Miami en þeir Marvin Williams og Joe Johnson skoruðu 26 hvor fyrir Atlanta. Indiana vann auðveldan sigur á Philadelphia 102-85. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana í þriðja sigrinum í röð og þeir Jermaine O´Neal og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor. Andre Iguodala og Andre Miller skoruðu 16 hvor fyrir Philadelphia. Chicago lagði Washington á útvelli 95-84 þar sem Ben Gordon var stigahæstur hjá Chicago með 22 stig en Caron Butler náði þrennu hjá Washington með 29 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Áttunda tap Utah í níu leikjum Charlotte lagði Utah á heimavelli 98-92. Gerald Wallace skoraði 26 stig fyrir Charlotte en Carlos Boozer skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst fyrir heillum horfið lið Utah, sem var 12 stigum yfir þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var áttunda tap Utah í níu leikjum og sjöunda tapið á útivelli í röð. Óvænt hjá New York New York vann óvæntan stórsigur á Cleveland á heimavelli 108-90, eftir að stuðningsmenn New York fóru í skrúðgöngu fyrir leikinn til að heimta að þjálfarinn Isiah Thomas yrði rekinn. David Lee skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland. Sacramento lagði Milwaukee á útivelli 102-89. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir gestina en Michael Redd var með 27 stig hjá Milwaukee. Golden State lagði Minnesota á útivelli 111-98 þar sem Al Harrington skoraði 25 stig fyrir Golden State en Al Jefferson var með 24 stig og 14 fráköst hjá Minnesota. Níu í röð hjá PortlandRudy Gay fagnar sigurkörfu sinni fyrir Memphis gegn San Antonio í nóttNordicPhotos/GettyImagesSan Antonio tapaði óvænt fyrir Memphis á útivelli 88-85 þar sem Rudy Gay skoraði sigurkörfuna fyrir Memphis um leið og lokaflautið gall. Manu Ginobili skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 16 stig og 14 fráköst en Mike Miller skoraði 31 stig fyrir heimamenn og Rudy Gay 16 stig og 9 fráköst.McGrady meiddist Orlando vann góðan útisigur á Houston 97-92 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Yao Ming var með 19 stig og 17 fráköst í liði heimamanna. Tracy McGrady meiddist á hné og fór af velli hjá Houston.Dirk góður í sigri Dallas Dallas vann sætan sigur á Phoenix 108-105 þar sem Dallas sýndi loksins tilþrif sem minntu á spilamennsku liðsins á síðustu leiktíð. Dirk Nowitzki var öflugur á lokasprettinum hjá Dallas og skoraði 31 stig í leiknum, en Amare Stoudemire skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Steve Nash gaf 18 stoðsendingar í liði Phoenix.Portland vann níunda sigurinn í röð með því að leggja Toronto á útivelli 101-96. Brandon Roy var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Portland en Jose Calderon skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto.Loks vann New Orleans sigur á Seattle á útivelli 107-93. Kevin Durant skoraði 18 stig fyrir heimamenn en Morris Peterson skoraði 25 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Stórlið Detroit Pistons minnti rækilega á sig í NBA deildinni í nótt þegar það færði Boston Celtics fyrsta tapið á heimavelli með 87-85 sigri í Garðinum. Það var Chauncey Billups sem tryggði gestunum sigurinn með vítaskotum innan við sekúndu fyrir leikslok. Paul Pierce fékk tækifæri til að gera út um leikinn fyrir Boston með skoti þegar 1,7 sekúnda var eftir af leiknum, en það geigaði og Detroit fékk því tækifæri til að gera út um leikinn. Billups nýtti sér reynslu sína og fiskaði villu á Tony Allen með gabbhreyfingu þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum og setti bæði vítin niður og tryggði sigurinn. Billups skoraði 12 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var besti maður Detroit í þessum æsispennandi leik toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1988 sem Boston og Detroit mætast með besta vinningshlutfall í Austurdeildinni og þá voru forsetar liðanna í dag inni á vellinum að spila - þeir Danny Ainge hjá Boston og Joe Dumars hjá Detroit. Billups skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Detroit og Rip Hamilton skoraði 21 stig. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston og Ray Allen skoraði 24 stig. Þetta var aðeins þriðja tap Boston í allan vetur og það fyrsta á heimavelli. Boston hafði líka unnið 9 leiki í röð. Atlanta lagði Miami heima eftir framlengdan leik 117-111. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Miami en þeir Marvin Williams og Joe Johnson skoruðu 26 hvor fyrir Atlanta. Indiana vann auðveldan sigur á Philadelphia 102-85. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana í þriðja sigrinum í röð og þeir Jermaine O´Neal og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor. Andre Iguodala og Andre Miller skoruðu 16 hvor fyrir Philadelphia. Chicago lagði Washington á útvelli 95-84 þar sem Ben Gordon var stigahæstur hjá Chicago með 22 stig en Caron Butler náði þrennu hjá Washington með 29 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Áttunda tap Utah í níu leikjum Charlotte lagði Utah á heimavelli 98-92. Gerald Wallace skoraði 26 stig fyrir Charlotte en Carlos Boozer skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst fyrir heillum horfið lið Utah, sem var 12 stigum yfir þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var áttunda tap Utah í níu leikjum og sjöunda tapið á útivelli í röð. Óvænt hjá New York New York vann óvæntan stórsigur á Cleveland á heimavelli 108-90, eftir að stuðningsmenn New York fóru í skrúðgöngu fyrir leikinn til að heimta að þjálfarinn Isiah Thomas yrði rekinn. David Lee skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York en LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland. Sacramento lagði Milwaukee á útivelli 102-89. Ron Artest skoraði 26 stig fyrir gestina en Michael Redd var með 27 stig hjá Milwaukee. Golden State lagði Minnesota á útivelli 111-98 þar sem Al Harrington skoraði 25 stig fyrir Golden State en Al Jefferson var með 24 stig og 14 fráköst hjá Minnesota. Níu í röð hjá PortlandRudy Gay fagnar sigurkörfu sinni fyrir Memphis gegn San Antonio í nóttNordicPhotos/GettyImagesSan Antonio tapaði óvænt fyrir Memphis á útivelli 88-85 þar sem Rudy Gay skoraði sigurkörfuna fyrir Memphis um leið og lokaflautið gall. Manu Ginobili skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 16 stig og 14 fráköst en Mike Miller skoraði 31 stig fyrir heimamenn og Rudy Gay 16 stig og 9 fráköst.McGrady meiddist Orlando vann góðan útisigur á Houston 97-92 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Yao Ming var með 19 stig og 17 fráköst í liði heimamanna. Tracy McGrady meiddist á hné og fór af velli hjá Houston.Dirk góður í sigri Dallas Dallas vann sætan sigur á Phoenix 108-105 þar sem Dallas sýndi loksins tilþrif sem minntu á spilamennsku liðsins á síðustu leiktíð. Dirk Nowitzki var öflugur á lokasprettinum hjá Dallas og skoraði 31 stig í leiknum, en Amare Stoudemire skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Steve Nash gaf 18 stoðsendingar í liði Phoenix.Portland vann níunda sigurinn í röð með því að leggja Toronto á útivelli 101-96. Brandon Roy var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Portland en Jose Calderon skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto.Loks vann New Orleans sigur á Seattle á útivelli 107-93. Kevin Durant skoraði 18 stig fyrir heimamenn en Morris Peterson skoraði 25 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti