
Körfubolti
Marcus Camby varnarmaður ársins

Dagblaðið Denver Post greindi frá því í morgun að miðherjinn Marcus Camby hjá Denver Nuggets verði kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni. Camby á að baki 11 ár í deildinni og skoraði 11 stig, hirti tæp 12 fráköst og varði 3,3 skot að meðaltali í leik í vetur - sem er besti árangurinn í deildinni. Camby er sagður hafa fengið 431 atkvæði í kjöri fjölmiðlamanna en Bruce Bowen hjá San Antonio varð annar með 206 stig og félagi hans Tim Duncan í þriðja sæti með 158 stig.