Skotsilfur Markaðarins: Ari Edwald með augun á formannsstól SA 24. febrúar 2017 15:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þykir hafa komist vel frá sinni fyrstu alvöru prófraun í starfi eða sjómannaverkfallinu. Útgerðin hafi náð í gegn flestu af því sem lagt var upp með. Óánægja sjómanna með niðurstöðuna hafi birst í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana þar sem mjótt var á mununum. Sigur útgerðarinnar hafi kristallast í léttum Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem aðstoðaði við að leysa landfestar á skipum fyrirtækisins daginn eftir að samið var og rétt áður en hann brá sér í viðtal á RÚV.Vill taka við af Björgólfi Búist er við því að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) verði kjörinn á aðalfundi samtakanna í lok næsta mánaðar. Björgólfur Jóhannsson, sem hefur gegnt því embætti í fjögur ár, hefur sjálfur sagt að hann sé enn undir feldi en flestir reikna engu að síður með að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group. Sagt er að Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, hafi mikinn hug á því að verða eftirmaður Björgólfs sem formaður samtakanna.Krefjandi stjórnarsetaSigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), settust bæði í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Þar hittu þau fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumann, og Magnús Garðarsson, stærsta eiganda kísilversins. Ljóst er að stjórnarmennirnir nýju koma inn í félagið við krefjandi aðstæður en starfsemin hefur verið plöguð af mengunaróhöppum og vandræðagangi síðan verksmiðjan var gangsett í nóvember.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þykir hafa komist vel frá sinni fyrstu alvöru prófraun í starfi eða sjómannaverkfallinu. Útgerðin hafi náð í gegn flestu af því sem lagt var upp með. Óánægja sjómanna með niðurstöðuna hafi birst í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana þar sem mjótt var á mununum. Sigur útgerðarinnar hafi kristallast í léttum Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem aðstoðaði við að leysa landfestar á skipum fyrirtækisins daginn eftir að samið var og rétt áður en hann brá sér í viðtal á RÚV.Vill taka við af Björgólfi Búist er við því að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) verði kjörinn á aðalfundi samtakanna í lok næsta mánaðar. Björgólfur Jóhannsson, sem hefur gegnt því embætti í fjögur ár, hefur sjálfur sagt að hann sé enn undir feldi en flestir reikna engu að síður með að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group. Sagt er að Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, hafi mikinn hug á því að verða eftirmaður Björgólfs sem formaður samtakanna.Krefjandi stjórnarsetaSigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), settust bæði í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Þar hittu þau fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumann, og Magnús Garðarsson, stærsta eiganda kísilversins. Ljóst er að stjórnarmennirnir nýju koma inn í félagið við krefjandi aðstæður en starfsemin hefur verið plöguð af mengunaróhöppum og vandræðagangi síðan verksmiðjan var gangsett í nóvember.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira