Drekinn seldi tugi ólöglegra níkótínvökva Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 11:04 Drekinn við Njálsgötu. Drekinn Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir áfyllinga á rafrettur sem ýmist innhéldu ólöglegt magn af nikótíni, sögðust innihalda minna nikótín en raun var eða skorti allar viðvaranir og innihalds- og notkunarupplýsingar. Drekanum hefur því verið bannað að selja áfyllingarnar og skal farga þeim öllum innan sex vikna. Þegar eftirlitsmenn Neytendastofu litu við í Drekanum í október í fyrra kom á daginn að í Drekanum mátti kaupa 60 tegundir af umræddum rafrettuáfyllingum sem ekki voru taldar í samræmi við lög um rafrettur. Var það ekki síst vegna þess að þær skorti hinar ýmsu merkingar; viðvörunar- og notkunarleiðbeiningar eða geymslu- og innihaldslýsingar auk þess sem þeim fylgdi ekki upplýsingabæklingur. Neytendastofu hafði jafnframt ekki borist tilkynning um að til stæði að selja vökvana eins og lög kveða á um. Stofnunin setti því sölubann á áfyllingarnar, kallaði eftir gögnum frá aðstandendum Drekans og gaf þeim fjórar vikur til að bregðast við. 20 millígrömm af niktótíni eða 50? Eftirlitsmennirnir heimsóttu Drekann aftur í byrjun nóvember. „Kom í ljós á umbúðum sex áfyllinga sem innsiglaðar voru í geymslu verslunarinnar Drekans voru tveir límmiðar. Á ytri límmiða var merking um að áfyllingin innihéldi 20 mg/ml en á innri límmiða var styrkleiki nikótíns tilgreindur einra en 20 mg/ml, þ.e. 25 mg/ml og 50 mg/ml,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umræddar áfyllingar voru á meðal þeirra sem voru í tímabundnu sölubanni og voru fjarlægðar með samþykki eigenda, sem sagðist ekki hafa vitað af þessum villandi merkingum. Eigandinn óskaði eftir því að þessum sex áfyllingum sem innihéldu ólöglegt magn nikótíns yrði eytt, sem Neytendastofa féllst á. Stofnunin fór fram á að Drekinn myndi jafnframt gera úrbætur á merkingum hinna 54 áfyllinganna sem upp á vantaði og segist Neytendastofa hafa leiðbeint aðstandendum söluturnsins hvernig best væri að standa að því. Engin svör hafi hins vegar borist. Því bannaði Neytendastofa Drekanum að selja umræddar rafretturáfyllingar og gerði honum að eyða öllum vörunum sem til voru í versluninni innan sex vikna. Í úrskurði Neytendastofu má nálgast listann yfir áfyllingarnar sem stofnunin taldi stangast á við lög. Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir áfyllinga á rafrettur sem ýmist innhéldu ólöglegt magn af nikótíni, sögðust innihalda minna nikótín en raun var eða skorti allar viðvaranir og innihalds- og notkunarupplýsingar. Drekanum hefur því verið bannað að selja áfyllingarnar og skal farga þeim öllum innan sex vikna. Þegar eftirlitsmenn Neytendastofu litu við í Drekanum í október í fyrra kom á daginn að í Drekanum mátti kaupa 60 tegundir af umræddum rafrettuáfyllingum sem ekki voru taldar í samræmi við lög um rafrettur. Var það ekki síst vegna þess að þær skorti hinar ýmsu merkingar; viðvörunar- og notkunarleiðbeiningar eða geymslu- og innihaldslýsingar auk þess sem þeim fylgdi ekki upplýsingabæklingur. Neytendastofu hafði jafnframt ekki borist tilkynning um að til stæði að selja vökvana eins og lög kveða á um. Stofnunin setti því sölubann á áfyllingarnar, kallaði eftir gögnum frá aðstandendum Drekans og gaf þeim fjórar vikur til að bregðast við. 20 millígrömm af niktótíni eða 50? Eftirlitsmennirnir heimsóttu Drekann aftur í byrjun nóvember. „Kom í ljós á umbúðum sex áfyllinga sem innsiglaðar voru í geymslu verslunarinnar Drekans voru tveir límmiðar. Á ytri límmiða var merking um að áfyllingin innihéldi 20 mg/ml en á innri límmiða var styrkleiki nikótíns tilgreindur einra en 20 mg/ml, þ.e. 25 mg/ml og 50 mg/ml,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umræddar áfyllingar voru á meðal þeirra sem voru í tímabundnu sölubanni og voru fjarlægðar með samþykki eigenda, sem sagðist ekki hafa vitað af þessum villandi merkingum. Eigandinn óskaði eftir því að þessum sex áfyllingum sem innihéldu ólöglegt magn nikótíns yrði eytt, sem Neytendastofa féllst á. Stofnunin fór fram á að Drekinn myndi jafnframt gera úrbætur á merkingum hinna 54 áfyllinganna sem upp á vantaði og segist Neytendastofa hafa leiðbeint aðstandendum söluturnsins hvernig best væri að standa að því. Engin svör hafi hins vegar borist. Því bannaði Neytendastofa Drekanum að selja umræddar rafretturáfyllingar og gerði honum að eyða öllum vörunum sem til voru í versluninni innan sex vikna. Í úrskurði Neytendastofu má nálgast listann yfir áfyllingarnar sem stofnunin taldi stangast á við lög.
Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent