Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 14:43 TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair Group hefur ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Í tilkynningu segir að Icelandair fylgist náið með þróun mála og vinni áfram með flugmálayfirvöldum á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi næstu skref. Félagið gerir ekki ráð fyrir að kyrrsetningin hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá öryggisferla sem félagið fylgir, sem og þjálfun áhafna þess, telur félagið vélarnar öruggar. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um 3 vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum,“ segir í tilkynningu. Icelandair pantaði alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX en aðeins þrjár höfðu verið teknar í notkun. Bresk flugmálayfirvöld bönnuðu Boeing 737 MAX-vélarnar í sinni lofthelgi í dag og hefur norska flugfélagið Norwegian Air einnig kyrrsett sínar vélar. Ákvörðun um kyrrsetningu í Bretlandi, Noregi og nú á Íslandi kemur í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Icelandair Group hefur ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Í tilkynningu segir að Icelandair fylgist náið með þróun mála og vinni áfram með flugmálayfirvöldum á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum varðandi næstu skref. Félagið gerir ekki ráð fyrir að kyrrsetningin hafi veruleg áhrif á rekstur félagsins. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá öryggisferla sem félagið fylgir, sem og þjálfun áhafna þess, telur félagið vélarnar öruggar. Til skamms tíma mun þessi ráðstöfun hafa óveruleg áhrif á rekstur félagsins þar sem aðeins er um 3 vélar að ræða af 33 farþegavélum í flota félagsins og því hefur félagið svigrúm til að bregðast við á næstu vikum,“ segir í tilkynningu. Icelandair pantaði alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX en aðeins þrjár höfðu verið teknar í notkun. Bresk flugmálayfirvöld bönnuðu Boeing 737 MAX-vélarnar í sinni lofthelgi í dag og hefur norska flugfélagið Norwegian Air einnig kyrrsett sínar vélar. Ákvörðun um kyrrsetningu í Bretlandi, Noregi og nú á Íslandi kemur í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15
Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43