Snaps opnar nýjan stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2020 07:30 Veitingastaðurinn Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur er einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. Birgir Þór seldi á síðasta ári húsnæði við Bergstaðastræti 2 þar sem hann velti fyrir sér um tíma að opna vínbar. „Hugmyndin fluttist eiginlega frá Bergstaðastræti upp á Óðinsstræti,“ segir Birgir Þór. Birgir velti fyrir sér að opna vínbarinn í þessu rauða húsi við Bergstaðastræti 2. Hann féll frá hugmyndinni og seldi húsið í fyrra.Vísir/Vilhelm Vínbarinn verður á horninu þar sem kaffihúsið C is for Cookie var starfrækt þar til í febrúar. „Ég tók það húsnæði á leigu og taldi að það væri kannski aðeins skemmtilegra að hafa vínbarinn við hliðina á Snaps heldur en að hafa staðina hvorn á sínum staðnum.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir á Týsgötu og Óðinsgötu og dregist á langinn. „Þær hafa tekið miklu lengri tíma en átti að taka og það er enn verið að vinna í þessu torgi. En við erum að vonast til þess að geta opnað barinn með vorinu.“ Vínbarinn verður á jarðhæð í þessu húsi. Ljósmyndarinn stendur fyrir utan Snaps þegar hann tekur þessa mynd.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að upplýsa að fullu um hvernig starfsemin verði. Að öðru leyti en því að Snaps muni eiga staðinn og hann verði rekinn í anda hans. Fókusinn verði á vín og létta rétti. Athygli vakti í febrúar þegar C is for Cookie skellti í lás. Rekstraraðilar kaffihússins sögðust ekki geta mætt kröfum eigenda um 100 prósenta hækkun á leigu. Leigan fór úr 315 þúsund krónum á mánuði í 650 þúsund krónur. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ sagði Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie. Daníel Tryggvi Daníelsson rak C is for Cookie við Óðinstorg.Vísir/Kolbeinn Tumi Birgir segist ekki hafa kynnt sér hver leiga fyrri leiguaðila hafi verið. „Ég fékk bara einhvern leigusamning sem ég taldi vera sanngjarnan og tók því. Ég var ekkert að grafa í gamla leigusamninga,“ segir Birgir. Vel geti verið að leigan sem fyrri aðilar hafi greitt hafi verið há fyrir þann rekstur sem þeir voru með. „Okkar fókus verður meira á vín. Við verðum með breitt úrval af víni og létta rétti. Látum þessi tvö konsept vinna vel saman.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. Birgir Þór seldi á síðasta ári húsnæði við Bergstaðastræti 2 þar sem hann velti fyrir sér um tíma að opna vínbar. „Hugmyndin fluttist eiginlega frá Bergstaðastræti upp á Óðinsstræti,“ segir Birgir Þór. Birgir velti fyrir sér að opna vínbarinn í þessu rauða húsi við Bergstaðastræti 2. Hann féll frá hugmyndinni og seldi húsið í fyrra.Vísir/Vilhelm Vínbarinn verður á horninu þar sem kaffihúsið C is for Cookie var starfrækt þar til í febrúar. „Ég tók það húsnæði á leigu og taldi að það væri kannski aðeins skemmtilegra að hafa vínbarinn við hliðina á Snaps heldur en að hafa staðina hvorn á sínum staðnum.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir á Týsgötu og Óðinsgötu og dregist á langinn. „Þær hafa tekið miklu lengri tíma en átti að taka og það er enn verið að vinna í þessu torgi. En við erum að vonast til þess að geta opnað barinn með vorinu.“ Vínbarinn verður á jarðhæð í þessu húsi. Ljósmyndarinn stendur fyrir utan Snaps þegar hann tekur þessa mynd.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að upplýsa að fullu um hvernig starfsemin verði. Að öðru leyti en því að Snaps muni eiga staðinn og hann verði rekinn í anda hans. Fókusinn verði á vín og létta rétti. Athygli vakti í febrúar þegar C is for Cookie skellti í lás. Rekstraraðilar kaffihússins sögðust ekki geta mætt kröfum eigenda um 100 prósenta hækkun á leigu. Leigan fór úr 315 þúsund krónum á mánuði í 650 þúsund krónur. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ sagði Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie. Daníel Tryggvi Daníelsson rak C is for Cookie við Óðinstorg.Vísir/Kolbeinn Tumi Birgir segist ekki hafa kynnt sér hver leiga fyrri leiguaðila hafi verið. „Ég fékk bara einhvern leigusamning sem ég taldi vera sanngjarnan og tók því. Ég var ekkert að grafa í gamla leigusamninga,“ segir Birgir. Vel geti verið að leigan sem fyrri aðilar hafi greitt hafi verið há fyrir þann rekstur sem þeir voru með. „Okkar fókus verður meira á vín. Við verðum með breitt úrval af víni og létta rétti. Látum þessi tvö konsept vinna vel saman.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00