Ísland í betri stöðu en Írland og Grikkland á margan hátt 19. nóvember 2010 10:30 „Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd." Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
„Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd."
Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira