Sport

Blikar meistarar í 6. flokki

Um helgina fóru fram 8-liða úrslit Íslandsmóts 6.flokks karla í knattspyrnu. Í Kópavogi léku A og B lið um Íslandsmeistaratitilinn og var hart barist enda mikið í húfi.

Til úrslita í flokki B liða léku Breiðablik 1 gegn Breiðablik 2 og var það lið Breiðabliks 1 sem fór með sigur af hólmi og hampaði því Íslandsmeistaratitli í flokki B liða.

Í flokki A liða mættu Haukar úr Hafnarfirði liði Breiðabliks. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en svo voru það strákarnir úr Breiðabliki sem voru sterkari og unnu sanngjarnan 3-0 sigur. Breiðablik er því Íslandsmeistari í flokki A og B liða hjá 6.flokki karla. Sannarlega glæsilegur árangur.

 

Valsarar enduðu í 3.sæti hjá A liðunum og í B liðum lagði lið Stjörnunar Fjölni í leiknum um 3. sætið.

 

Á Akranesi fór svo fram keppni C og D liða. Í C liða keppninni mættust lið Fylkis og Vals í úrslitaleik. Fylkismenn fóru þar með sigur af hólmi og eru því Íslandsmeistarar í 6.flokki C liða. Fylkismenn voru aftur á ferð í keppni D liða og mættu þar liði Breiðabliks úr Kópavogi. Þar var spennan mikil og þurfti að framlengja leikinn eftir að staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma. Í framlengingunni voru Fylkismenn sterkari og unnu góðan sigur. Fylkir er því sigurvegari bæði í flokki C og D liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×