Kínverjar segja iPhone ógna þjóðaröryggi Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 21:49 Vísir/AFP Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent