Hrafnhildur: Búin að hlakka til rosalega lengi Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 11:00 Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, verður í stóru hlutverki í kvöld þegar stelpurnar mæta Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Serbíu. Hún segir sig og stelpurnar vita miklu betur í dag hvað þær eru að fara út í en þegar þær stigu sín fyrstu spor fyrir tveimur árum. "Ég sjálf er nokkuð yfirveguð og maður er aðeins orðin aðeins sjóaðari í þessu. Ég er búin að hlakka til rosalega lengi og hlakka náttúrulega ennþá meira til núna. Við getum ekki beðið," sagði Hrafnhildur en stelpurnar unnu Svartfjallaland á HM í fyrra. "Við viljum bara vinna aftur, vitum að við getum það og vitum hvað þarf til. Nú er bara að ná okkar allra allra besta varnarleik og skila okkur til baka. Þá eru okkur allir vegir færir," segir Hrafnhildur og bætir við: "Þær eru með gríðarlega öflugar skyttur, eru hávaxnar og geta skotið af 10 til 11 metrum. Við vitum að við þurfum að ganga langt út í þær og auðvelda markvörðunum aðeins fyrir," segir Hrafnhildur og það er ljóst að varnarleikurinn ræður miklu í leiknum í kvöld. "Við verðum líka að geta staðið vörnina á móti þeim til þess að fá hraðaupphlaupin. Við erum með gríðarlega fljóta hornamenn líka og getum því verið fljótar upp. Við þurfum þessi auðveldu mörk til þess að ná árangri," segir Hrafnhildur. Íslenska liðið byrjaði HM í Brasilíu fyrir ári síðan með því að vinna Svartfjallaland í fyrsta leik og getur því endurtekið leikinn í kvöld. "Það skiptir rosalega miklu máli að byrja vel, bara upp á sjálfstraustið og annað. Við fundum það á HM þegar við byrjuðum rosalega vel og stemningin var eftir því. Það verður léttara yfir hópnum og sjálfstraustið er í botni. Það skiptir rosalega miklu máli að byrja vel," segir Hrafnhildur. Stelpurnar sýndu á sér tvær hliðar í æfingaleikjum við Tékka um helgina en það góða var að seinni leikurinn var miklu betri. "Við vorum ekki ánægðar með fyrri leikinn en seinni leikurinn var gríðarlega góður.Það voru allar að spila mjög vel. Liðið spilaði frábæran varnarleik, við vorum fljótar fram og skoruðu mikið af auðveldum mörkum. Sá leikur lofar virkilega góðu," segir Hrafnhildur. Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli með Svartfjalllandi, Rúmeníu og Rússlandi. "Við erum bara að spila á móti Austantjaldsþjóðum og eins og alltaf þá er mjög mikið af hávöxnum og sterkum leikmönnum. Við eigum oft í miklu basli í uppsettum sóknarleik á móti svona sterkum andstæðingum. Þeirra veikleiki er að skila sér til baka þannig að það er mjög mikilvægt að nýta hraðann á móti þeim," segir Hrafnhildur. Hún fagnar meiri breidd í íslenska liðinu. "Við getum alveg skipt okkur út um leið og við verðum þreyttar. Það er ekki vandamálið og gríðarlega jákvætt að vera með svona breiðan og flottan hóp. Það er líka frábært hvað sami hópurinn er búinn að haldast lengi. Þetta er búið að vera nánast sami hópur í þrjú ár og það skiptir miklu máli. Það er mikilvægt að við séum líka samæfðar þegar við erum að spila á móti heilu félagsliðunum og það bestu félagsliðum í heimi," segir Hrafnhildur en sem dæmi eru átta leikmenn Svartfjallalands í sama félagliðinu í heimalandi sínu. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, verður í stóru hlutverki í kvöld þegar stelpurnar mæta Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Serbíu. Hún segir sig og stelpurnar vita miklu betur í dag hvað þær eru að fara út í en þegar þær stigu sín fyrstu spor fyrir tveimur árum. "Ég sjálf er nokkuð yfirveguð og maður er aðeins orðin aðeins sjóaðari í þessu. Ég er búin að hlakka til rosalega lengi og hlakka náttúrulega ennþá meira til núna. Við getum ekki beðið," sagði Hrafnhildur en stelpurnar unnu Svartfjallaland á HM í fyrra. "Við viljum bara vinna aftur, vitum að við getum það og vitum hvað þarf til. Nú er bara að ná okkar allra allra besta varnarleik og skila okkur til baka. Þá eru okkur allir vegir færir," segir Hrafnhildur og bætir við: "Þær eru með gríðarlega öflugar skyttur, eru hávaxnar og geta skotið af 10 til 11 metrum. Við vitum að við þurfum að ganga langt út í þær og auðvelda markvörðunum aðeins fyrir," segir Hrafnhildur og það er ljóst að varnarleikurinn ræður miklu í leiknum í kvöld. "Við verðum líka að geta staðið vörnina á móti þeim til þess að fá hraðaupphlaupin. Við erum með gríðarlega fljóta hornamenn líka og getum því verið fljótar upp. Við þurfum þessi auðveldu mörk til þess að ná árangri," segir Hrafnhildur. Íslenska liðið byrjaði HM í Brasilíu fyrir ári síðan með því að vinna Svartfjallaland í fyrsta leik og getur því endurtekið leikinn í kvöld. "Það skiptir rosalega miklu máli að byrja vel, bara upp á sjálfstraustið og annað. Við fundum það á HM þegar við byrjuðum rosalega vel og stemningin var eftir því. Það verður léttara yfir hópnum og sjálfstraustið er í botni. Það skiptir rosalega miklu máli að byrja vel," segir Hrafnhildur. Stelpurnar sýndu á sér tvær hliðar í æfingaleikjum við Tékka um helgina en það góða var að seinni leikurinn var miklu betri. "Við vorum ekki ánægðar með fyrri leikinn en seinni leikurinn var gríðarlega góður.Það voru allar að spila mjög vel. Liðið spilaði frábæran varnarleik, við vorum fljótar fram og skoruðu mikið af auðveldum mörkum. Sá leikur lofar virkilega góðu," segir Hrafnhildur. Íslenska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli með Svartfjalllandi, Rúmeníu og Rússlandi. "Við erum bara að spila á móti Austantjaldsþjóðum og eins og alltaf þá er mjög mikið af hávöxnum og sterkum leikmönnum. Við eigum oft í miklu basli í uppsettum sóknarleik á móti svona sterkum andstæðingum. Þeirra veikleiki er að skila sér til baka þannig að það er mjög mikilvægt að nýta hraðann á móti þeim," segir Hrafnhildur. Hún fagnar meiri breidd í íslenska liðinu. "Við getum alveg skipt okkur út um leið og við verðum þreyttar. Það er ekki vandamálið og gríðarlega jákvætt að vera með svona breiðan og flottan hóp. Það er líka frábært hvað sami hópurinn er búinn að haldast lengi. Þetta er búið að vera nánast sami hópur í þrjú ár og það skiptir miklu máli. Það er mikilvægt að við séum líka samæfðar þegar við erum að spila á móti heilu félagsliðunum og það bestu félagsliðum í heimi," segir Hrafnhildur en sem dæmi eru átta leikmenn Svartfjallalands í sama félagliðinu í heimalandi sínu. Það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira