Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2014 08:45 Þessa dagana streyma um 140 lítrar af heitu vatni út úr göngunum á hverri sekúndu. Mynd/Valgeir Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum en einnig streymir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sérútbúinni efnablöndu. Síðustu tilrauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu.Valgeir Bergmann„Þá var dælt ofan í sprungusvæðið í nokkra daga og þá lokaðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Lofthitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn ganganna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Pípurnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðarsamar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Gangagerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efnablandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má alltaf búast við í svona verki en efnagrauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mánuðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktakans Ósafls voru færð yfir í Fnjóskadal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“ Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum en einnig streymir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sérútbúinni efnablöndu. Síðustu tilrauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu.Valgeir Bergmann„Þá var dælt ofan í sprungusvæðið í nokkra daga og þá lokaðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Lofthitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn ganganna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Pípurnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðarsamar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Gangagerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efnablandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má alltaf búast við í svona verki en efnagrauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mánuðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktakans Ósafls voru færð yfir í Fnjóskadal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira