Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2014 08:45 Þessa dagana streyma um 140 lítrar af heitu vatni út úr göngunum á hverri sekúndu. Mynd/Valgeir Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum en einnig streymir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sérútbúinni efnablöndu. Síðustu tilrauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu.Valgeir Bergmann„Þá var dælt ofan í sprungusvæðið í nokkra daga og þá lokaðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Lofthitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn ganganna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Pípurnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðarsamar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Gangagerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efnablandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má alltaf búast við í svona verki en efnagrauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mánuðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktakans Ósafls voru færð yfir í Fnjóskadal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“ Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Ekki verður gerð önnur tilraun til að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Vatnið verður leitt út úr göngunum í rörum en einnig streymir talsvert af heitu vatni úr minni sprungum innar í göngunum. Stóra sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin á hverri sekúndu. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni með sérútbúinni efnablöndu. Síðustu tilrauninni lauk í lok nóvember en þá tókst að minnka strauminn um 30 lítra á sekúndu.Valgeir Bergmann„Þá var dælt ofan í sprungusvæðið í nokkra daga og þá lokaðist á einum stað en opnaðist á öðrum. Allar þessar aðgerðir hafa skilað einhverjum árangri en við teljum ekki forsvaranlegt að eyða meiri tíma í að reyna að þétta svæðið betur,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. Alls streyma nú um 140 lítrar af heitu vatni úr göngunum á hverri sekúndu. Um 50 lítrar af allt að 59 gráðu heitu vatni koma úr minni sprungum innar í göngunum. Lofthitinn er í kringum 30 gráður og vonast er til að hann lækki þegar vatnið úr stóru sprungunni verður komið í rör. „Það lekur mest við stafn ganganna en það stendur til að loka fyrir það með efnaþéttingu. Pípurnar verða svo til bráðabirgða til að minnka uppgufun og hitann,“ segir Valgeir. Framkvæmdir við að loka sprungunni hafa verið kostnaðarsamar. Efnablandan er dýr og erlendir sérfræðingar hafa komið að framkvæmdunum. Gangagerðin hefur einnig tafist vegna heita vatnsins og verkið er nú á eftir áætlun. Valgeir segir ekki búið að taka saman hversu mikið efnablandan hefur kostað. „Þetta er kostnaður sem má alltaf búast við í svona verki en efnagrauturinn er dýr og þetta hleypur á tugum milljóna króna. Samt sem áður erum við bara búin að nota einungis brot af því magni sem fór í gerð Héðinsfjarðarganga.“ Valgeir segir ekki ljóst hvenær gangagerð í Eyjafirði getur hafist aftur. „Það verður ekki fyrr en aðstæður batna og vatnið þeim megin minnkar. Vonandi getum við byrjað þar aftur á fyrstu mánuðum næsta árs.“ Hitinn og rakinn í göngunum urðu til þess að tæki og tól verktakans Ósafls voru færð yfir í Fnjóskadal í september. Þar hefur tekist að bora og sprengja 760 metra og eru göngin því nú alls 3.450 metra löng. „Þar gengur ágætlega en þó erum við búin að vera í leiðinda bergi inn á milli en það er ekki hægt að segja að það sé að tefja verkið þeim megin. Þar að auki er lítið sem ekkert vatn þar.“
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira