Handbolti

Serdarusic tekur ekki við Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Noka Serdarusic, fyrrum þjálfari Kiel.
Noka Serdarusic, fyrrum þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Noka Serdarusic hefur tilkynnt að hann muni ekki taka við þjálfun þýska úrvalsdeildarfélagsins Rhein-Neckar Löwen af heilsufarsástæðum. Samningur hans við félagið hefur verið riftur.

Þetta tilkynnti Serdarusic í dag en hann gekkst nýverið undir aðgerð á hné.

Serdarusic er einn allra sigursælasti þjálfari í sögu þýska handboltans en á fimmtán ára ferli sínum sem þjálfari Kiel vann hann 25 titla með félaginu.

Það var Kölner Express sem greindi fyrstur fjölmiðla frá þessu í morgun og skömmu síðar var fréttin staðfest af Rhein-Neckar Löwen.

Kölner Express greindi frá svo frá því síðar að samkvæmt sínum heimildum myndi Ola Lindgren taka við þjálfun Löwen í sumar af Wolfgang Schwenke. Lindgren er þjálfari Nordhorn sem er nú í greiðslustöðvun.

Fleiri hafa þó verið orðaðir við stöðuna, svo sem Staffan Olson sem spilaði undir stjórn Serdarusic hjá Kiel á sínum tíma. Hann er nú þjálfari Hammarby í Svíþjóð. Lindgren og Olson eru núverandi landsliðsþjálfarar sænska landsliðsins.

Ólafur Stefánsson hefur samþykkt að ganga til Rhein-Neckar Löwen frá og með næsta keppnistímabili en Guðjón Valur Sigurðsson er á mála hjá félaginu nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×