Innlent

Flugbrautahlauparar fengu dóm fyrr í vikunni

Jason Slade var annar þeirra sem hlupu inn á flugbrautina í gærmorgun. Hann fékk dóm í Héraðsdómi suðurlands í vikunni.
Jason Slade var annar þeirra sem hlupu inn á flugbrautina í gærmorgun. Hann fékk dóm í Héraðsdómi suðurlands í vikunni.

Haukur Hilmarsson og Jason Slade sem hlupu inn á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, og mótmæltu þannig brottflutningi Keníamannsins Paul Ramses, hlutu dóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrr í vikunni. Dóminn fengu þeir fyrir mótmæli við Hellisheiðarvirkjun í fyrrasumar.

Héraðsdómur suðurlands dæmdi á mánudaginn níu manns sem tengjast Saving Iceland til greiðslu sektar fyrir að hafa lokað veginum að Hellisheiðarvirkjun í fyrrasumar og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu um að opna veginn aftur.

Jason fékk 50.000 króna sekt en hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana við virkjunina í heimildarleysi. Haukur fékk hinsvegar hæstu sektina eða 100.000 krónur, hinir fengu allir 50.000 króna sekt.

Haukur og Jason voru yfirheyrðir af lögreglunni á suðurnesjum í gær vegna brota sinna á Keflavíkurflugvelli en voru fámálir. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagðist Haukur ekki sjá eftir neinu þar sem hann hefði veirð að reyna að bjarga lífi Paul Ramses.

Lögreglan á suðurnesjum lítur mjög alvarlegum augum á brotið sem getur varðað allt að sex ára fangelsi.






Tengdar fréttir

Flugbrautahlauparinn sér ekki eftir neinu

"Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli.

Sektuð fyrir mótmæli við Hellisheiðarvirkjun

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag níu manns sem tengjast Saving Iceland til greiðslu sektar fyrir að hafa lokað veginum að Hellisheiðarvirkjun í fyrrasumar og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu um að opna veginn aftur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×