Viðskipti innlent

Lúxushótel rís í Húsafelli

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Nýtt ríflega tvö þúsund fermetra lúxushótel rís nú í Húsafelli. Hótelstjórinn segir mikla eftirspurn eftir gistingu á svæðinu og að áhersla verði lögð á laða gesti að yfir vetrartímann.

Í Húsfelli er þessa dagana verið að reisa 36 herbergja fjögurra stjörnu lúxushótel sem opnar í sumar. Hótelið er rétt fyrir ofan sundlaugina í Húsafelli og hafa framkvæmdir staðið yfir frá því síðasta sumar. „ Við leggjum mikið upp úr því að hafa tengingu við náttúruna og svona afþreyingartengda þjónustu. Þar kemur íshellirinn mjög sterkur inn og hraunhellarnir og gönguleiðirnar og allt annað sem að við höfum hérna á svæðinu, “ segir Unnar Bergþórsson hótelstjóri.

Hann vonar að um sex hundruð metra löng ísgöng, sem verið er að grafa í Langjöklu, komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu. Hótelið hefur strax vakið athygli og gestir eru farnir að bóka. „ Hérna er mikil eftirspurn eftir hótelgistingu á þessu svæði. Vesturlandið er svona að koma núna mjög sterkt inn,“ segir Unnar. Hann segir að áhersla verði lögð á að laða ferðamenn að yfir vetrartímann enda sé þá margt í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×