Viðskipti innlent

Reginn gerir sex milljarða tilboð í eignir Íslandsbanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Gunnarsson forstjóri Regins.
Helgi Gunnarsson forstjóri Regins. vísir/gva
Fasteignafélagið Reginn hf. hefur gert tilboð í eignir Fastengis, dótturfélags Miðengis, sem er í eigu Íslandsbanka. Tilboð Regins hljóðar upp á 5,9 milljarða króna eða að meðaltali á 95 þúsund krónur að meðaltali. Gert er ráð fyrir að núverandi leigutekjur séu um 440 milljónir á ári. Tilkynning um tilboðið hefur borist Kauphöllinni

Ef af samningum verður þá er um að ræða kaup á rúmlega 80  fasteignum og stærð safnsins er um 62 þúsund fermetrar. Eignasafnið sem um ræðir samanstendur af atvinnuhúsnæði og er að stærstum hluta á höfuðborgarsvæðinu eða yfir 80 prósent.  Skipting á fasteignum eftir atvinnuflokkum er þannig að 59% er  iðnaðar- og geymsluhúsnæði, 24% er skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði er 14% og íþróttar og afþreyingarhúsnæði 3 prósent. Útleiguhlutfall safnsins miðað við leigjanlega fermetra er rúm 50 prósent.  

Í tilkynningu kemur fram að eignasafnið þarf töluverða endurskipulagningu og úrvinnslu. Gert er ráð fyrir að næstu 3 árin fari í að hámarka arðsemi eignasafnsins m.a. með því að koma óleigðum rýmum í leigu. Ennfremur er líklegt að einhverjar fasteignir verði seldar út úr safninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×