Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut 27. júní 2007 06:30 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir. Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir.
Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira