Kaupþing selur um þrettán milljarða „samúræjabréf“ 27. júní 2007 00:30 Kaupþing gefur út 25 milljarða jena í Japan á mun betri kjörum en fengust við fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í fyrrahaust. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings, segir að vel hafi gengið að sækja lánsfé til Japans. „Þetta er hluti af áhættudreifingu á okkar fjármögnun að sækja inn á nýja markaði. Við viljum kroppa smá upphæðir hér og þar án þess að hafa of mikil áhrif á kjörin á markaðnum.“ Hann bendir á að kjörin hafi batnað mikið frá því í september þegar Kaupþing fór í sínu fyrstu útgáfu í Japan sem nam fimmtíu milljörðum jena. Breytingar á markaðsaðstæðum valda þessu en einnig er Kaupþing orðið þekktara nafn meðal japanskra fjárfesta og hefur japanskt lánshæfismat í vasanum. Guðni segir að Kaupþing vilji sækja fjármögnun inn í Asíu. Indland, Kína og Suður-Kórea eru í sigtinu hjá Kaupþingsmönnum, meðal annars til að fylgja eftir starfseminni í Mið-Austurlöndum. Fyrr á árinu fór bankinn í fyrsta skipti inn í Kanada. Kaupþing hefur selt víkjandi skuldabréf að upphæð 250 milljónir evra, um 21 milljarður króna, til 66 fjárfesta. „Útgáfan er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að mæta vexti í vaxandi banka,“ segir Guðni. Bréfin teljast með eiginfjárþætti A (Tier 1) og bera 6,75 prósenta fasta vexti án lokagjalddaga. Þau eru þó innkallanleg af hálfu útgefanda að fimm árum liðnum. „Við gerum þetta reglulega að bæta við víkjandi skuldabréfum. Markaðsaðstæður hafa verið góðar á síðustu vikum og því létum við slag standa.“ Markmið Kaupþings er að eiginfjárhlutfall A sé yfir átta prósentum en það var vel yfir þeim mörkum við lok fyrsta ársfjórðungs. Guðni segir að eiginfjárhlutfallið hækki um 0,8 prósentustig. Fjórir bankar, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank og HSBC, önnuðust útgáfuna. Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings, segir að vel hafi gengið að sækja lánsfé til Japans. „Þetta er hluti af áhættudreifingu á okkar fjármögnun að sækja inn á nýja markaði. Við viljum kroppa smá upphæðir hér og þar án þess að hafa of mikil áhrif á kjörin á markaðnum.“ Hann bendir á að kjörin hafi batnað mikið frá því í september þegar Kaupþing fór í sínu fyrstu útgáfu í Japan sem nam fimmtíu milljörðum jena. Breytingar á markaðsaðstæðum valda þessu en einnig er Kaupþing orðið þekktara nafn meðal japanskra fjárfesta og hefur japanskt lánshæfismat í vasanum. Guðni segir að Kaupþing vilji sækja fjármögnun inn í Asíu. Indland, Kína og Suður-Kórea eru í sigtinu hjá Kaupþingsmönnum, meðal annars til að fylgja eftir starfseminni í Mið-Austurlöndum. Fyrr á árinu fór bankinn í fyrsta skipti inn í Kanada. Kaupþing hefur selt víkjandi skuldabréf að upphæð 250 milljónir evra, um 21 milljarður króna, til 66 fjárfesta. „Útgáfan er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að mæta vexti í vaxandi banka,“ segir Guðni. Bréfin teljast með eiginfjárþætti A (Tier 1) og bera 6,75 prósenta fasta vexti án lokagjalddaga. Þau eru þó innkallanleg af hálfu útgefanda að fimm árum liðnum. „Við gerum þetta reglulega að bæta við víkjandi skuldabréfum. Markaðsaðstæður hafa verið góðar á síðustu vikum og því létum við slag standa.“ Markmið Kaupþings er að eiginfjárhlutfall A sé yfir átta prósentum en það var vel yfir þeim mörkum við lok fyrsta ársfjórðungs. Guðni segir að eiginfjárhlutfallið hækki um 0,8 prósentustig. Fjórir bankar, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank og HSBC, önnuðust útgáfuna.
Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira