Getur ekki skotið á markið 26. september 2007 00:01 Snorri Steinn Guðjónsson er meiddur á öxl. MYND/pjetur Það berast ekki allt of góðar fréttir af Strákunum okkar í handboltalandsliðinu þessa daganna. Guðjón Valur fór í aðgerð á öxl í gær og Snorri Steinn Guðjónsson er einnig að glíma við axlarmeiðsl, sem þýða að hann getur ekkert skotið á markið. „Ég er ekki búinn að láta athuga þetta hjá lækni og það er bara verið að meðhöndla þetta hjá sjúkraþjálfaranum. Þeir halda að ég hafi tognað aftan í öxlinni og ég get voða lítið beitt mér í skotunum, sem er ekkert rosalega spennandi þegar maður er að spila handbolta. Þetta er ekkert sem ég hef áhyggjur af eins og er. Nú er samt vika liðin síðan ég meiddi mig og ég hef ekki tekið miklum framförum. Ég spilaði reyndar leik í millitíðinni og versnaði töluvert eftir hann," segir Snorri. Snorri Steinn gekk til liðs við danska liðið GOG Svendborg í sumar frá þýska liðinu Minden og þar hafði Meistaradeildin mikið aðdráttarafl. Meiðslin hafa hins vegar sett fyrsta leik Snorra Steins í Meistaradeildinni í óvissu. GOG er komið til Spánar þar sem liðið mætir stórliði Portland San Antonio í kvöld. „Ég hef aldrei spilað áður í Meistaradeildinni og stór partur af minni ákvörðun að fara í GOG var að fá tækifæri til þess að spila í henni. Ég reyni að pína mig í þessum leik en það er erfitt að spila í gegnum þessi meiðsli og líka spurning um hversu mikið maður hjálpar liðinu ef maður getur ekki skotið á markið. Ég ætla að prófa þetta, hita upp og svo verður bara að koma í ljós hvað ég get beitt mér mikið," segir Snorri Steinn. Snorri Steinn þarf að bíða eftir nánari skoðun til að fá fullvissu um hvernig framhaldið verður. „Ég held að mín meiðsli séu ekki af sama toga og þau hjá Gaua, allavega ætla ég að vona það. Það er alltaf slæmt að missa menn í meiðsli og það er aldrei skemmtilegt að þurfa að vera lengi frá. Ég píndi mig í síðasta leik en skaut sama sem ekkert á markið. Vonandi getum við farið betur yfir þetta þegar ég kem til baka frá Spáni. Þá er heil vika í næsta leik og hægt að skoða þetta betur," segir Snorri, sem er bjartsýnn fyrir tímabilið. „Mér líst vel á tímabilið hjá okkur. Við spiluðum fínan bolta í æfingaleikjunum en svo byrjar tímabilið og þá hefur komið í ljós að hin liðin eru aðeins sjóaðri en við og búin að spila lengur saman. Það er alltaf þannig að menn spila illa einhvern tímann á tímabilinu. Við náðum að vinna fyrsta leikinn um helgina og með því var þungu fargi af mönnum létt og við vonandi komnir aðeins í gang. Við eigum nú leikinn á móti Portland og svo deildarleik sem við eigum að vinna sem ætti að geta komið okkur á skrið," sagði Snorri að lokum. Handbolti Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Það berast ekki allt of góðar fréttir af Strákunum okkar í handboltalandsliðinu þessa daganna. Guðjón Valur fór í aðgerð á öxl í gær og Snorri Steinn Guðjónsson er einnig að glíma við axlarmeiðsl, sem þýða að hann getur ekkert skotið á markið. „Ég er ekki búinn að láta athuga þetta hjá lækni og það er bara verið að meðhöndla þetta hjá sjúkraþjálfaranum. Þeir halda að ég hafi tognað aftan í öxlinni og ég get voða lítið beitt mér í skotunum, sem er ekkert rosalega spennandi þegar maður er að spila handbolta. Þetta er ekkert sem ég hef áhyggjur af eins og er. Nú er samt vika liðin síðan ég meiddi mig og ég hef ekki tekið miklum framförum. Ég spilaði reyndar leik í millitíðinni og versnaði töluvert eftir hann," segir Snorri. Snorri Steinn gekk til liðs við danska liðið GOG Svendborg í sumar frá þýska liðinu Minden og þar hafði Meistaradeildin mikið aðdráttarafl. Meiðslin hafa hins vegar sett fyrsta leik Snorra Steins í Meistaradeildinni í óvissu. GOG er komið til Spánar þar sem liðið mætir stórliði Portland San Antonio í kvöld. „Ég hef aldrei spilað áður í Meistaradeildinni og stór partur af minni ákvörðun að fara í GOG var að fá tækifæri til þess að spila í henni. Ég reyni að pína mig í þessum leik en það er erfitt að spila í gegnum þessi meiðsli og líka spurning um hversu mikið maður hjálpar liðinu ef maður getur ekki skotið á markið. Ég ætla að prófa þetta, hita upp og svo verður bara að koma í ljós hvað ég get beitt mér mikið," segir Snorri Steinn. Snorri Steinn þarf að bíða eftir nánari skoðun til að fá fullvissu um hvernig framhaldið verður. „Ég held að mín meiðsli séu ekki af sama toga og þau hjá Gaua, allavega ætla ég að vona það. Það er alltaf slæmt að missa menn í meiðsli og það er aldrei skemmtilegt að þurfa að vera lengi frá. Ég píndi mig í síðasta leik en skaut sama sem ekkert á markið. Vonandi getum við farið betur yfir þetta þegar ég kem til baka frá Spáni. Þá er heil vika í næsta leik og hægt að skoða þetta betur," segir Snorri, sem er bjartsýnn fyrir tímabilið. „Mér líst vel á tímabilið hjá okkur. Við spiluðum fínan bolta í æfingaleikjunum en svo byrjar tímabilið og þá hefur komið í ljós að hin liðin eru aðeins sjóaðri en við og búin að spila lengur saman. Það er alltaf þannig að menn spila illa einhvern tímann á tímabilinu. Við náðum að vinna fyrsta leikinn um helgina og með því var þungu fargi af mönnum létt og við vonandi komnir aðeins í gang. Við eigum nú leikinn á móti Portland og svo deildarleik sem við eigum að vinna sem ætti að geta komið okkur á skrið," sagði Snorri að lokum.
Handbolti Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira