Slagurinn um OMX tvöfaldar verðmætið 26. september 2007 17:24 Hlutabréf í OMX-kauphallarsamstæðunni hafa hækkað um 115% á árinu vegna baráttu um yfirráð yfir henni. Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn og Borse Dubai hækkuðu í dag tilboð sitt í OMX, sem rekur sjö kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, um 15%, úr 230 sænskum krónum á hlut í 265. Tilboðið hljóðar upp á 305 milljarða króna og nýtur stuðnings stjórnenda OMX. Fjallað er um málið í Hálf fimm fréttum Kaupþings banka. Þar segir að meðal þeirra sem hafa selt bréf sín í OMX eru Investor, Nordea og helstu stjórnendur OMX. QIA, félag í eigu stjórnvalda í Katar, jók hlut sinn í OMX upp í tíu prósent á dögunum og setti samkomulag Borse Dubai, sem fer nú með 47,6% hlutafjár í OMX, og Nasdaq í uppnám. Áform QIA eru óljós en í síðustu viku skoruðu forsvarsmenn félagsins á hluthafa í OMX að hafna eldra tilboði Nasdaq/Borse Dubai. Er ekki ósennilegt að QIA hafi séð sér leik á borði með kaupum í OMX og ætli sér að taka út myndarlegan skammtímahagnað á fjárfestingu sinni. Samkvæmt samkomulaginu kaupir Kauphöllin í Dubai OMX og framselur hana til Nasdaq fyrir um 120 milljarða króna. Í staðinn fær Borse Dubai 28% í Kauphöllinni í Lundúnum (LSE) Dubai og tæplega fimmtungshlut í Nasdaq. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í OMX-kauphallarsamstæðunni hafa hækkað um 115% á árinu vegna baráttu um yfirráð yfir henni. Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn og Borse Dubai hækkuðu í dag tilboð sitt í OMX, sem rekur sjö kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, um 15%, úr 230 sænskum krónum á hlut í 265. Tilboðið hljóðar upp á 305 milljarða króna og nýtur stuðnings stjórnenda OMX. Fjallað er um málið í Hálf fimm fréttum Kaupþings banka. Þar segir að meðal þeirra sem hafa selt bréf sín í OMX eru Investor, Nordea og helstu stjórnendur OMX. QIA, félag í eigu stjórnvalda í Katar, jók hlut sinn í OMX upp í tíu prósent á dögunum og setti samkomulag Borse Dubai, sem fer nú með 47,6% hlutafjár í OMX, og Nasdaq í uppnám. Áform QIA eru óljós en í síðustu viku skoruðu forsvarsmenn félagsins á hluthafa í OMX að hafna eldra tilboði Nasdaq/Borse Dubai. Er ekki ósennilegt að QIA hafi séð sér leik á borði með kaupum í OMX og ætli sér að taka út myndarlegan skammtímahagnað á fjárfestingu sinni. Samkvæmt samkomulaginu kaupir Kauphöllin í Dubai OMX og framselur hana til Nasdaq fyrir um 120 milljarða króna. Í staðinn fær Borse Dubai 28% í Kauphöllinni í Lundúnum (LSE) Dubai og tæplega fimmtungshlut í Nasdaq.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira