Segir mýta að launhækkanir séu eini verðbólguvaldurinn ingvar haraldsson skrifar 12. febrúar 2015 13:22 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir launahækkanir ofmetin þátt í verðbólgu. „Við krefjumst þess að komið verði fram við okkur með sömu virðingu og aðra,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR um komandi kjarasamninga og launahækkanir meðal opinbera starfsmanna að undanförnu. VR mun leggja fram launalið kröfugerðar sinnar á morgun. Þar verður lögð áhersla á leiðréttingu á launum félagsmanna segir Ólafía í grein sem birtist á heimasíðu VR. Í samtali við Vísi segir Ólafía að það séu góðar forsendur til launhækkana. Hún segir ósanngjarnt þegar fulltrúar fyrirtækja segja að launahækkanir leiði sjálfkrafa til verðbólgu. „Það er þessi mýta í gangi um að það séu bara launahækkanir sem kalla á verðbólgu,“ segir Ólafía. „Menn hafa verið að nýta sér það í rekstri að ef laun hækka um 5 eða 10 prósent þá hækki þeir verð um 5 eða 10 prósent. Það er einfaldlega rangt því hlutfall launakostnaðar hjá fyrirtækjum er mjög mismunandi þannig það getur aldrei verið ein króna á móti einni krónu. Menn verða líka að átta sig á því að betri og hærri laun skila sér í aukinni neyslu sem eykur hagvöxt,“ segir Ólafía og bendir á grein sem Viðar Ingason, hagfræðingur VR, birti í dag.Gengi krónunnar og olíuverð meiri verðbólguvaldar Viðar bendir á í greininni að breytingar á olíuverði og gengi krónunnar valdi fremur verðbólgu en launahækkanir. „Mörg dæmi eru um að það dragi úr innlendri verðbólgu í kjölfar kjarasamningsbundinna launahækkana. Ástæðan virðist alltaf vera gengisstyrking mánuðina fyrir eða eftir hækkanirnar,“ segir Viðar.Lóðrétta brotalínan táknar þann mánuð sem kjarasamningar voru gerðir. Viðar bendir á að verðhjöðnun hafi verið eftir kjarasamninga árið 2006.mynd/vrViðar telur að miðað við þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessari öld séu laun stórlega ofmetinn þáttur í verðbólgu. „Í átta af 16 kjarasamningum á tímabilinu 2000 - 2014 var innlend verðbólga neikvæð eða innan við 1 prósent næstu 12 mánuði. Tvær kjarasamningsbundnar hækkanir komu til árið 2006, 2,5 prósent í janúar og allt að 3 prósent í júlí. Næstu 12 mánuði mældist innlend verðbólga -3,3 prósent, launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,3 prósent og gengið styrktist um 14,8 prósent,“ segir Viðar. „Svo kann að vera að hingað til hafi kjarasamningsbundnar hækkanir verið hóflegar þó laun hafi almennt hækkað nokkuð meira en samið var um. Það breytir því þó ekki að laun hafa ekki þau áhrif á verðlag sem almennt er haldið fram. Ef svo væri ætti innlend verðbólga að vera töluvert hærri en hún er í dag á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur hækkað um 6,6 prósent,“ segir í grein Viðars. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
„Við krefjumst þess að komið verði fram við okkur með sömu virðingu og aðra,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR um komandi kjarasamninga og launahækkanir meðal opinbera starfsmanna að undanförnu. VR mun leggja fram launalið kröfugerðar sinnar á morgun. Þar verður lögð áhersla á leiðréttingu á launum félagsmanna segir Ólafía í grein sem birtist á heimasíðu VR. Í samtali við Vísi segir Ólafía að það séu góðar forsendur til launhækkana. Hún segir ósanngjarnt þegar fulltrúar fyrirtækja segja að launahækkanir leiði sjálfkrafa til verðbólgu. „Það er þessi mýta í gangi um að það séu bara launahækkanir sem kalla á verðbólgu,“ segir Ólafía. „Menn hafa verið að nýta sér það í rekstri að ef laun hækka um 5 eða 10 prósent þá hækki þeir verð um 5 eða 10 prósent. Það er einfaldlega rangt því hlutfall launakostnaðar hjá fyrirtækjum er mjög mismunandi þannig það getur aldrei verið ein króna á móti einni krónu. Menn verða líka að átta sig á því að betri og hærri laun skila sér í aukinni neyslu sem eykur hagvöxt,“ segir Ólafía og bendir á grein sem Viðar Ingason, hagfræðingur VR, birti í dag.Gengi krónunnar og olíuverð meiri verðbólguvaldar Viðar bendir á í greininni að breytingar á olíuverði og gengi krónunnar valdi fremur verðbólgu en launahækkanir. „Mörg dæmi eru um að það dragi úr innlendri verðbólgu í kjölfar kjarasamningsbundinna launahækkana. Ástæðan virðist alltaf vera gengisstyrking mánuðina fyrir eða eftir hækkanirnar,“ segir Viðar.Lóðrétta brotalínan táknar þann mánuð sem kjarasamningar voru gerðir. Viðar bendir á að verðhjöðnun hafi verið eftir kjarasamninga árið 2006.mynd/vrViðar telur að miðað við þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessari öld séu laun stórlega ofmetinn þáttur í verðbólgu. „Í átta af 16 kjarasamningum á tímabilinu 2000 - 2014 var innlend verðbólga neikvæð eða innan við 1 prósent næstu 12 mánuði. Tvær kjarasamningsbundnar hækkanir komu til árið 2006, 2,5 prósent í janúar og allt að 3 prósent í júlí. Næstu 12 mánuði mældist innlend verðbólga -3,3 prósent, launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,3 prósent og gengið styrktist um 14,8 prósent,“ segir Viðar. „Svo kann að vera að hingað til hafi kjarasamningsbundnar hækkanir verið hóflegar þó laun hafi almennt hækkað nokkuð meira en samið var um. Það breytir því þó ekki að laun hafa ekki þau áhrif á verðlag sem almennt er haldið fram. Ef svo væri ætti innlend verðbólga að vera töluvert hærri en hún er í dag á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur hækkað um 6,6 prósent,“ segir í grein Viðars.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira