Hardy flutt á sjúkrahús eftir svæsna krampa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2013 14:54 Lele Hardy í leik með Haukum í haust. Mynd/Daníel Lele Hardy, leikmaður Hauka í Domino's-deild kvenna, var flutt á sjúkrahús eftir leik liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í fyrrakvöld. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hardy fékk slæma vöðvakrampa eftir leikinn sem stóðu lengi yfir. Svo lengi að viðstaddir höfðu áhyggjur. „Ég er búinn að vera í sportinu í nokkuð mörg ár en ég hef aldrei fyrr séð leikmann fá svona svæsna vöðvakrampa. Við vildum því vera öruggir og kölluðum til lækni sem færði hana á sjúkrahús til frekari skoðunar,“ segir Bjarni. Hardy hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsinu og er komin aftur í Hafnarfjörð. Hún hittir sérfræðing síðar í dag þar sem hún fær frekari upplýsingar um ástæður krampanna. „Hún var ekki búin að drekka nóg af vökva um daginn og okkur finnst líklegast að það sé bæði álagi og næringarskorti um að kenna. Henni líður betur með hverjum deginum og það er góðs viti.“ „Sem betur fer gerðist þetta áður en við lögðum að stað. Við vorum að borða í bænum og það er betra að þetta gerðist þá en upp á miðri heiði,“ segir Bjarni.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Mynd/DaníelHaukar mæta Hamri í síðasta leik sínum fyrir jólafrí á föstudagskvöldið en Bjarni á ekki von á því að Hardy verði með Haukum í leiknum. „Ég hafði nú ekkert leitt hugann að því en ég reikna ekki með því á þessari stundu,“ bætti Bjarni við. Hardy er langstigahæsti leikmaður deildarinnar með 403 stig í þrettán leikjum, eða 31 stig að meðaltali. Hún hefur einnig tekið flest langflest fráköst (261 alls, 20,1 að meðaltali) og er í 2.-3. sæti fyrir stoðsendingar (79 alls, 6,1 að meðaltali)Hardy skoraði 40 stig þegar að Haukar töpuðu fyrir Snæfelli, 88-75. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Lele Hardy, leikmaður Hauka í Domino's-deild kvenna, var flutt á sjúkrahús eftir leik liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í fyrrakvöld. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hardy fékk slæma vöðvakrampa eftir leikinn sem stóðu lengi yfir. Svo lengi að viðstaddir höfðu áhyggjur. „Ég er búinn að vera í sportinu í nokkuð mörg ár en ég hef aldrei fyrr séð leikmann fá svona svæsna vöðvakrampa. Við vildum því vera öruggir og kölluðum til lækni sem færði hana á sjúkrahús til frekari skoðunar,“ segir Bjarni. Hardy hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsinu og er komin aftur í Hafnarfjörð. Hún hittir sérfræðing síðar í dag þar sem hún fær frekari upplýsingar um ástæður krampanna. „Hún var ekki búin að drekka nóg af vökva um daginn og okkur finnst líklegast að það sé bæði álagi og næringarskorti um að kenna. Henni líður betur með hverjum deginum og það er góðs viti.“ „Sem betur fer gerðist þetta áður en við lögðum að stað. Við vorum að borða í bænum og það er betra að þetta gerðist þá en upp á miðri heiði,“ segir Bjarni.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Mynd/DaníelHaukar mæta Hamri í síðasta leik sínum fyrir jólafrí á föstudagskvöldið en Bjarni á ekki von á því að Hardy verði með Haukum í leiknum. „Ég hafði nú ekkert leitt hugann að því en ég reikna ekki með því á þessari stundu,“ bætti Bjarni við. Hardy er langstigahæsti leikmaður deildarinnar með 403 stig í þrettán leikjum, eða 31 stig að meðaltali. Hún hefur einnig tekið flest langflest fráköst (261 alls, 20,1 að meðaltali) og er í 2.-3. sæti fyrir stoðsendingar (79 alls, 6,1 að meðaltali)Hardy skoraði 40 stig þegar að Haukar töpuðu fyrir Snæfelli, 88-75.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira