Mary Barra mun verða fyrsta konan sem sest í forstjórastól bandaríska bílaframleiðandans General Motors en frá þessu greinir vefsíðan Business Insider.
Bara hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan hún var 18 ára gömul eða 33 ár. Mary Barra er 51 árs og hefur undanfarið verið varaforstjóri aljóðlegri þróunardeild General Motors.
Barra mun taka við af Dan Akerson í janúar á næsta ári en Akerson tilkynnti á dögunum að hann myndi hætta sem forstjóri vegna alvarlegrar veikinda hjá eiginkonu sinni.
Verður fyrsti kvenforstjóri General Motors
