Iceland hefur innkallað No Cheese Houmous Style Pizza 284g og No Cheese Mediterranean Pizza 382g.
Pítsurnar eru merktar sem vegan en gætu innihaldið snefilmagn af mjólkurvörum, að því er fram kemur í tilkynningu.
„Búið er að upplýsa heilbrigðiseftirlitið um vörurnar. Viðskiptavinir Iceland geta skilað vörunni gegn endurgreiðslu í öllum verslunum Iceland.
Iceland harmar að varan hafi komist í umferð og mun fara yfir verkferla til þess að koma í veg fyrir rangt merktar vörur fari i umferð,“ segir í tilkynningunni.