Viðskipti innlent

Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Samherji Holding er systurfélag Samherja.
Samherji Holding er systurfélag Samherja. Vísir/Egill

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja.

Þar segir að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að núverandi aðstæður á fjármálamarkaði í ljósi COVD-19, bæði hér á landi og erlendis, séu með þeim hætti að skilyrði laga um verðbréfaviðskipti við sérstakar aðstæður séu uppfyllt.

Samherji Holding jók hlut sinn í fyrirtækinu um 3,05% þann 10. mars, og átti eftir það 30,11% hlut í fyrirtækinu. Þannig var eignarhlutur félagsins kominn yfir yfirtökumörk. Félagið sótti hins vegar um undanþágu frá yfirtökuskyldu og fékkst hún veitt í dag.

Þá telur fjármálaeftirlitið að verndarhagsmunir yfirtökuregla laga um verðbréfaviðskipti séu tryggðir og að með veitingu undanþágu frá tilboðsskyldunni sé ekki gegnið á minnihlutavernd annarra hluthafa.

Hér má lesa tilkynningu Samherja í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.