Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2017 09:59 Ný stjórn Sólheima. Sólheimar Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. Aðalfundur sjálfseignastofnunarinnar var haldinn í gær, en Pétur Sveinbjarnarson, fyrrverandi stjórnarformaður, hafði áður tilkynnt stjórn að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Margrét Tómasdóttir bauð sig einnig fram í embætti stjórnarformanns. Í tilkynningu segir að ný stjórn hafi verið sjálfkjörin, en í henni sitja auk Sigurjóns, Magnús Ólafsson, Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Hildur Ómarsdóttir og Ómar Einarsson. Arna Einarsdóttir kemur ný inn í stjórn sem varamaður og tekur við af Óðinni Helga Jónssyni sem sóttist ekki eftir endurkjöri. „Sigurjón Örn Þórsson hefur setið stjórn Sólheima í 6 ár. Sigurjón hefur m.a. sinnt starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, formennsku í félagsmálaráði Kópavogs og var formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Sigurjón er stjórnmálafræðingur að mennt og er í dag framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar. Á aðalfundinum var fjallað um erfiða rekstrarstöðu Sólheima og þá umfjöllun sem birst hefur í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum. Það var niðurstaða fundarins að vinna markvisst að því að bæta starfseminina meðal annars með auknu samtali við alla hagsmunaaðila Sólheima og í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar sem unnin var af óháðum ráðgjafa. Á fundinum var Pétri Sveinbjarnarsyni þakkað fyrir gott samstarf og hans framlag í uppbyggingu Sólheima,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Pétur hafi þakkað stjórnarmönnum og starfsfólki fyrir gott og farsælt samstarf í gegnum árin á aðalfundinum. „Ég vil einkum þakka íbúum Sólheima fyrir einstaklega góða samveru síðustu 38 ár. Það hefur verið virkilega gefandi að koma að uppbyggingu Sólheima og halda arfleið Sesselju á lífi en Sólheimar er nú elsta sjálfbæra samfélagið í heiminum og hér hefur verið unnið mikið brautryðjanda starf,“ sagði Pétur. Sigurjón Örn segur það ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stjórnarformennsku þar sem að það sé mikill og samhentur vilji hjá stjórninni og stjórnendum að efla starf Sólheima til framtíðar. „Meginmarkmið Sólheima er að skapa samfélag sem veitir öllum íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég vil leggja áherslu á aukið samtal meðal íbúa og hagsmunaaðila til að styrkja stöðu Sólheima þannig að hlúið sé að þörfum allra á Sólheimum,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. Aðalfundur sjálfseignastofnunarinnar var haldinn í gær, en Pétur Sveinbjarnarson, fyrrverandi stjórnarformaður, hafði áður tilkynnt stjórn að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Margrét Tómasdóttir bauð sig einnig fram í embætti stjórnarformanns. Í tilkynningu segir að ný stjórn hafi verið sjálfkjörin, en í henni sitja auk Sigurjóns, Magnús Ólafsson, Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Hildur Ómarsdóttir og Ómar Einarsson. Arna Einarsdóttir kemur ný inn í stjórn sem varamaður og tekur við af Óðinni Helga Jónssyni sem sóttist ekki eftir endurkjöri. „Sigurjón Örn Þórsson hefur setið stjórn Sólheima í 6 ár. Sigurjón hefur m.a. sinnt starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, formennsku í félagsmálaráði Kópavogs og var formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Sigurjón er stjórnmálafræðingur að mennt og er í dag framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar. Á aðalfundinum var fjallað um erfiða rekstrarstöðu Sólheima og þá umfjöllun sem birst hefur í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum. Það var niðurstaða fundarins að vinna markvisst að því að bæta starfseminina meðal annars með auknu samtali við alla hagsmunaaðila Sólheima og í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar sem unnin var af óháðum ráðgjafa. Á fundinum var Pétri Sveinbjarnarsyni þakkað fyrir gott samstarf og hans framlag í uppbyggingu Sólheima,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Pétur hafi þakkað stjórnarmönnum og starfsfólki fyrir gott og farsælt samstarf í gegnum árin á aðalfundinum. „Ég vil einkum þakka íbúum Sólheima fyrir einstaklega góða samveru síðustu 38 ár. Það hefur verið virkilega gefandi að koma að uppbyggingu Sólheima og halda arfleið Sesselju á lífi en Sólheimar er nú elsta sjálfbæra samfélagið í heiminum og hér hefur verið unnið mikið brautryðjanda starf,“ sagði Pétur. Sigurjón Örn segur það ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stjórnarformennsku þar sem að það sé mikill og samhentur vilji hjá stjórninni og stjórnendum að efla starf Sólheima til framtíðar. „Meginmarkmið Sólheima er að skapa samfélag sem veitir öllum íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég vil leggja áherslu á aukið samtal meðal íbúa og hagsmunaaðila til að styrkja stöðu Sólheima þannig að hlúið sé að þörfum allra á Sólheimum,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira