Teitur fagnaði hreyfingu Elvars eins og hann hefði skorað mark í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 09:30 Elvar Már Friðriksson. Mynd/S2 Sport Ein stjarna skein skærast á gólfinu í Keflavík í gær þegar Njarðvíkingar unnu Reykjanesbæjarslaginn og komust fyrir vikið einir í toppsæti Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hins smáa en knáa bakvarðar Njarðvíkurliðsins Elvars Más Friðrikssonar sem skoraði 32 stig í leiknum og leiddi sitt lið til sigurs. Elvar var einnig með 12 fráköst, 3 stoðsendingar og hitti úr 60 prósent skota sinna í leiknum. Hann skilaði 33 framlagsstigum til Njarðvíkurliðsins. Njarðvíkingar hafa ekki tapað með Elvar innanborðs í deildinni í vetur. „Það var unun að horfa á hvernig hann spilaði annan leikhlutann, bæði hvernig hann fór að körfunni og hvernig hann setti niður þrista eða var að finna leikmenn. Hann er einnig orðinn gríðarlega öflugur að klára hraðaupphlaupin sín,“ sagði Hermann Hauksson, einn spekinganna í Körfuboltakvöldi. Körfuboltakvöldið sýndi um leið nokkrar frábærar körfur frá Elvari í leiknum og þar á meðal eina þar sem hann setti allt Keflavíkurliðið niður á hælana áður en hann skoraði úr laglegu sniðskoti. „Teitur (Örlygsson) fagnaði þessari hreyfingu eins og hann hefði skorað mark í fótbolta,“ sagði Hermann en Teitur Örlysson er eins og flestir vita dáðasti sonur Njarðvíkur og mikill stuðningsmaður liðsins sem hann vann tíu Íslandsmeistaratitla með. „Hann skorar allar stóru körfurnar og á öll stóru „playin“. Svo fyrir utan það sem hann er að gera í sóknarleiknum þá er hann einnig frábær varnarmaður,“ sagði Hermann. „Tölurnar hans eru keimlíkar tölurnar hans Craion en þar erum við að tala um senter og leikstjórnanda,“ sagði Teitur Örlygsson en bandaríski miðherji Keflvíkinga var með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á móti 32 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum frá Elvari. Það má finna allt innslagið um Elvar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Frábær frammistaða Elvars á móti Keflavík Dominos-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Ein stjarna skein skærast á gólfinu í Keflavík í gær þegar Njarðvíkingar unnu Reykjanesbæjarslaginn og komust fyrir vikið einir í toppsæti Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hins smáa en knáa bakvarðar Njarðvíkurliðsins Elvars Más Friðrikssonar sem skoraði 32 stig í leiknum og leiddi sitt lið til sigurs. Elvar var einnig með 12 fráköst, 3 stoðsendingar og hitti úr 60 prósent skota sinna í leiknum. Hann skilaði 33 framlagsstigum til Njarðvíkurliðsins. Njarðvíkingar hafa ekki tapað með Elvar innanborðs í deildinni í vetur. „Það var unun að horfa á hvernig hann spilaði annan leikhlutann, bæði hvernig hann fór að körfunni og hvernig hann setti niður þrista eða var að finna leikmenn. Hann er einnig orðinn gríðarlega öflugur að klára hraðaupphlaupin sín,“ sagði Hermann Hauksson, einn spekinganna í Körfuboltakvöldi. Körfuboltakvöldið sýndi um leið nokkrar frábærar körfur frá Elvari í leiknum og þar á meðal eina þar sem hann setti allt Keflavíkurliðið niður á hælana áður en hann skoraði úr laglegu sniðskoti. „Teitur (Örlygsson) fagnaði þessari hreyfingu eins og hann hefði skorað mark í fótbolta,“ sagði Hermann en Teitur Örlysson er eins og flestir vita dáðasti sonur Njarðvíkur og mikill stuðningsmaður liðsins sem hann vann tíu Íslandsmeistaratitla með. „Hann skorar allar stóru körfurnar og á öll stóru „playin“. Svo fyrir utan það sem hann er að gera í sóknarleiknum þá er hann einnig frábær varnarmaður,“ sagði Hermann. „Tölurnar hans eru keimlíkar tölurnar hans Craion en þar erum við að tala um senter og leikstjórnanda,“ sagði Teitur Örlygsson en bandaríski miðherji Keflvíkinga var með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á móti 32 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum frá Elvari. Það má finna allt innslagið um Elvar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Frábær frammistaða Elvars á móti Keflavík
Dominos-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira