Teitur fagnaði hreyfingu Elvars eins og hann hefði skorað mark í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 09:30 Elvar Már Friðriksson. Mynd/S2 Sport Ein stjarna skein skærast á gólfinu í Keflavík í gær þegar Njarðvíkingar unnu Reykjanesbæjarslaginn og komust fyrir vikið einir í toppsæti Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hins smáa en knáa bakvarðar Njarðvíkurliðsins Elvars Más Friðrikssonar sem skoraði 32 stig í leiknum og leiddi sitt lið til sigurs. Elvar var einnig með 12 fráköst, 3 stoðsendingar og hitti úr 60 prósent skota sinna í leiknum. Hann skilaði 33 framlagsstigum til Njarðvíkurliðsins. Njarðvíkingar hafa ekki tapað með Elvar innanborðs í deildinni í vetur. „Það var unun að horfa á hvernig hann spilaði annan leikhlutann, bæði hvernig hann fór að körfunni og hvernig hann setti niður þrista eða var að finna leikmenn. Hann er einnig orðinn gríðarlega öflugur að klára hraðaupphlaupin sín,“ sagði Hermann Hauksson, einn spekinganna í Körfuboltakvöldi. Körfuboltakvöldið sýndi um leið nokkrar frábærar körfur frá Elvari í leiknum og þar á meðal eina þar sem hann setti allt Keflavíkurliðið niður á hælana áður en hann skoraði úr laglegu sniðskoti. „Teitur (Örlygsson) fagnaði þessari hreyfingu eins og hann hefði skorað mark í fótbolta,“ sagði Hermann en Teitur Örlysson er eins og flestir vita dáðasti sonur Njarðvíkur og mikill stuðningsmaður liðsins sem hann vann tíu Íslandsmeistaratitla með. „Hann skorar allar stóru körfurnar og á öll stóru „playin“. Svo fyrir utan það sem hann er að gera í sóknarleiknum þá er hann einnig frábær varnarmaður,“ sagði Hermann. „Tölurnar hans eru keimlíkar tölurnar hans Craion en þar erum við að tala um senter og leikstjórnanda,“ sagði Teitur Örlygsson en bandaríski miðherji Keflvíkinga var með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á móti 32 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum frá Elvari. Það má finna allt innslagið um Elvar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Frábær frammistaða Elvars á móti Keflavík Dominos-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Ein stjarna skein skærast á gólfinu í Keflavík í gær þegar Njarðvíkingar unnu Reykjanesbæjarslaginn og komust fyrir vikið einir í toppsæti Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hins smáa en knáa bakvarðar Njarðvíkurliðsins Elvars Más Friðrikssonar sem skoraði 32 stig í leiknum og leiddi sitt lið til sigurs. Elvar var einnig með 12 fráköst, 3 stoðsendingar og hitti úr 60 prósent skota sinna í leiknum. Hann skilaði 33 framlagsstigum til Njarðvíkurliðsins. Njarðvíkingar hafa ekki tapað með Elvar innanborðs í deildinni í vetur. „Það var unun að horfa á hvernig hann spilaði annan leikhlutann, bæði hvernig hann fór að körfunni og hvernig hann setti niður þrista eða var að finna leikmenn. Hann er einnig orðinn gríðarlega öflugur að klára hraðaupphlaupin sín,“ sagði Hermann Hauksson, einn spekinganna í Körfuboltakvöldi. Körfuboltakvöldið sýndi um leið nokkrar frábærar körfur frá Elvari í leiknum og þar á meðal eina þar sem hann setti allt Keflavíkurliðið niður á hælana áður en hann skoraði úr laglegu sniðskoti. „Teitur (Örlygsson) fagnaði þessari hreyfingu eins og hann hefði skorað mark í fótbolta,“ sagði Hermann en Teitur Örlysson er eins og flestir vita dáðasti sonur Njarðvíkur og mikill stuðningsmaður liðsins sem hann vann tíu Íslandsmeistaratitla með. „Hann skorar allar stóru körfurnar og á öll stóru „playin“. Svo fyrir utan það sem hann er að gera í sóknarleiknum þá er hann einnig frábær varnarmaður,“ sagði Hermann. „Tölurnar hans eru keimlíkar tölurnar hans Craion en þar erum við að tala um senter og leikstjórnanda,“ sagði Teitur Örlygsson en bandaríski miðherji Keflvíkinga var með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á móti 32 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum frá Elvari. Það má finna allt innslagið um Elvar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Frábær frammistaða Elvars á móti Keflavík
Dominos-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira