Rafkappakstur í beinni á Stöð 2 eSport í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2020 08:00 mynd/sro-esport.com Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport
Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla
Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport