Handbolti

Draumalið Seinni bylgjunnar: Kjóstu hornamennina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar, er einn þeirra sem koma til greina í stöðu hægri hornamanns í draumaliði Seinni bylgjunnar.
Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar, er einn þeirra sem koma til greina í stöðu hægri hornamanns í draumaliði Seinni bylgjunnar. vísir/daníel

Þótt enginn handbolti sé spilaður þessa dagana sitja Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni ekki auðum höndum.

Þeir hafa nefnilega ákveðið að búa til draumalið Olís-deildar karla og fá áhorfendur að kjósa leikmennina.

Í þættinum á mánudaginn var farið yfir hornamennina sem koma til greina í draumalið Olís-deildarinnar.

Innslögin má sjá hér fyrir neðan og þar má einnig kjósa í stöðu hornamanna í draumaliðinu.

Klippa: Draumalið Seinni bylgjunnar: Vinstra horn
Klippa: Draumalið Seinni bylgjunnar: Hægra horn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×