Viðskipti innlent

Hefur bein kaup á skulda­bréfum ríkis­sjóðs á eftir­markaði

Atli Ísleifsson skrifar
Seðlabankinn ræðst í aðgerðirnar til að geta gert sitt til að lausara taumhald á peningastefnunni, í ljósi kórónuveirufaraldursins, miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja.
Seðlabankinn ræðst í aðgerðirnar til að geta gert sitt til að lausara taumhald á peningastefnunni, í ljósi kórónuveirufaraldursins, miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. vísir/vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði.

Þetta er gert til að bankinn geti gert sitt til að lausara taumhald á peningastefnunni, í ljósi kórónuveirufaraldursins, miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja.

Í yfirlýsingu frá nefndinni sem barst í morgun segir að horfur séu á því að útbreiðsla veirunnar, aðgerðir til að hefta sjúkdóminn og efnahagslegar afleiðingar hans, muni kalla á verulega aukningu útgjalda ríkissjóðs.

Því sé útlit fyrir að afkoma ríkissjóðs versni í ár og að ríkið þurfi að afla sér töluverðs lánsfjár með útgáfu ríkisbréfa.

Að sögn peningastefnunefndar mun þetta, að öðru óbreyttu, draga lausafé úr umferð og þrýsta upp ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa á sama tíma og aðgerðir Seðlabankans miði að því að létta á fjármálalegum skilyrðum heimila og fyrirtækja. Fyrrnefndar aðgerðir, bein kaup á skuldabréfum, eiga að draga úr þessum áhrifum.


Tengdar fréttir

Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum

Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.