Viðskipti innlent

Vorlegt um að litast í Kauphöllinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Markaðir heimsins hafa fagnað stýrivaxtalækkunum og tug milljarða innspýtingum um allan heim. Bjartsýnin virðist jafnframt vera að smitast hingað.
Markaðir heimsins hafa fagnað stýrivaxtalækkunum og tug milljarða innspýtingum um allan heim. Bjartsýnin virðist jafnframt vera að smitast hingað. vísir/vilhelm

Hlutabréfamarkaðir heimsins hafa það sem af er degi tekið nokkuð vel í boðaðar efnahagsaðgerðir hinna ýmsu stjórnvalda vegna kórónuveirunnar og má sjá sambærileg teikn í íslensku Kauphöllinni. Eftir hækkanir í Asíu og Evrópu er nánast grænt á öllum tölum á hlutabréfamarkaðnum hérlendis og hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 3 prósent í morgun.

Þar fer Icelandair Group áfram fremst í flokki en Bogi Nils Bogason og félagar hafa fylgst með hlutabréfaverðinu hækka daglega um tæp 10 prósent síðustu daga. Svipaða sögu er að segja í dag ef fer sem horfir, en hækkunin nemur núna rúmum 12 prósentum. Verð bréfanna er nú 4, en fór lægst í 3 á þriðjudag.

Kröftugar hækkanir má sjá annars staðar í Kauphöllinni en gengi fjölda félaga hefur styrkst um 4 til 6 prósent í morgun; eins og Arion, Origo, Sjóvá, Sýn og TM. Marel fylgir í humátt á eftir með hækkun upp á rúmlega 3 og hálft prósent.

Þar að auki hefur olíuverð hækkað í dag, rétt eins og það gerði í gær. Brent hráolíutunnann er nú aftur komin yfir 30 dali eftir að hafa hrapað um næstum 50 prósent á einum mánuði. Þar spilar minnkandi eftirspurn eftir kórónuveirufaraldurinn lykilrullu, sem og ósætti olíuframleiðsluþjóða heims um draga samhliða úr framleiðslu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×